FréttanetiðSælkerasumar

Hann byrjar á því að mylja hvítlaukinn… sjáðu þessa ómótstæðilegu snilld – MYNDBAND

Sigurþór Gunnlaugsson er ástríðukokkur með áhuga á flestu sem viðkemur matargerð, allt frá þjóðlegum íslenskum mat upp í framandi rétti frá ýmsum heimshornum. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann okkur hvernig útbúa má sjúklega góða sjávarréttarpizzu eins og þær gerast bestar. Í þessum stutta matreiðsluþætti sýnir Sigurþór hvernig hann djúpsteikir kjúklingalundir  og ómótstæðilegu hvítlauks- og Tabasco sósuna sem toppar allar sósur í veröldinni.

Smelltu á myndbandið hér efst.

mynd_sisso1

Klikkaðar, djúpsteiktar kjúklingalundir með frönskum
– og heimagerðri hvítlauks- Tabasco sósu 
– fyrir fjóra

Hitið matarolíuna í djúpum, stöðugum potti með þéttu loki eða notið góðan djúpsteikingarpott, hitinn á olíunni á að vera um 190°C. Snúið ykkur því næst að hvítlaukssósunni því hún þarf tíma til að brjóta sig.

sosan

Köld hvítlaukssósa
5 hvítlauksgeirar
einn bolli af matarolíu
einn bolli af sítrónusafa
2 eggjahvítur
dass af salti

Aðferð: Skutlið hvítlauksgeirunum ofan í matvinnsluvél, matskeið af sítrónusafa, smá af matarolíu, lokið og setjið í gang. Nóg er að stilla vélina á einn og leyfa þessu að blandast rólega saman. Og á meðan það gerist, hellið þá restinni
af matarolíunni og sítrónusafanum ofan í til skiptis. Svo skal bæta út í eggjahvítunni. Tilgangurinn með eggjahvítunni er að þykkja sósuna og gera hana kremkenndari þannig að áferðin verði eins og gott majónes. Blandið rólega saman í vél.

mynd_sisso3
Bætið við Tabasco-sósunni við hvítlaukssósuna alveg í lokin (eins og sýnt er í myndbandinu).

Þá er að snúa sér aftur að kjúklingnum:

Djúpsteiktur kjúklingur
10 kjúklingalundir – það má líka alveg nota 15 vængi
1 egg
1 bolli af hveiti
1 tsk. af paprikudufti
1 tsk. af svörtum muldum pipar
1 msk. salt
½ tsk. af cheyenne pipar

Aðferð:
Skutlið 10 kjúklingalundum í góða skál, brjótið egg og hellið yfir. Nuddið lundunum vandlega upp úr eggjunum.
Leggið og snúið ykkur að deigi. Takið til þurrefnin sem þið ætlið að nota (allt tilbúið nema salt kannski) og blandið saman í rúmgóðu plastboxi með loki eða í zip-lok poka. Raðið nú lundunum ofan í, lokið og hristið þar til kjúklingalundirnar eru vel hjúpaðar í  hveitiblöndunni.

Nú má fara að steikja kjúklinginn og það er gert í nokkrum skömmtum.  Þar sem steikingartími fer eftir stærð er best að para saman lundir sem eru sirka jafn stórar. Byrjið bara á þeim stærstu en þær taka lengstan tima, um 5 – 6 mínútur. Þegar bitarnir eru tilbúnir, krispí og fallega brúnir, takið þá upp úr og leggið á eldhúspappír á disk til þerris.
Byrjið á næsta skammti og svo koll af kolli.

Það er hægt að hafa alls konar meðlæti með, til dæmis djúpsteiktar kartöflur. Geymið kjúklinginn á bakka í ofni sem búið er að hita í 50 gráður, á meðan meðlætið eins og til dæmis frönskurnar djúpsteikjast.

MYND_Sisso
Verði ykkur að góðu!

Hér eru fleiri myndbönd þar sem Sigurþór sýnir okkur einfaldar er æðislegar matar-uppskriftir.