FréttanetiðOMG

Hann bað kærustunnar í gegnum FACEBOOK-SKILABOÐ… og það er frekar æðislegt – MYNDIR

Danny Roderique frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum var búinn að ákveða að biðja kærustu sinnar, Heather, þegar hann kæmi heim úr fríi. Síðan varð hann veðurtepptur á flugvöllinum í Chicago í fimmtíu klukkutíma og ákvað að hann gæti ekki beðið með að vita hvort Heather vildi giftast sér.

Hann sendi Heather því skilaboð á Facebook og bað hana um að giftast sér. Með bónorðinu fylgdi mynd af trúlofunarhringnum.

Hringurinn frægi.

Hringurinn frægi.

Heather var heldur betur ánægð með þessi skilaboð og sagði stórt já.

“Guð minn góður!!!!!! Er þér alvara?!?!?” skrifaði hún á móti. “JÁ elskan!!!!! Ég er að gráta úr mér augun núna. Guð minn góður!”