FréttanetiðFréttir

Hann ætlar bara að borða KARTÖFLUR árið 2016… og er strax búinn að léttast um 10 KÍLÓ – MYNDBAND

Andrew Flinders Taylor er hrifinn af kartöflum en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann ákvað að borða eingöngu kartöflur allt árið 2016.

Andrew vonast til að sigrast á matarfíkn sinni og léttast með þessari tilraun sem hann kallar Spud Fit.

Andrew er duglegur að leyfa fólki að fylgjast með kartöfluferðalagi sínu í gegnum myndbönd á YouTube en á degi 32 í Spud Fit-verkefninu var hann búinn að léttast um heil 10 kíló. Þegar verkefnið byrjaði var hann 151,7 kíló.

Í þessu myndbandi sínu talar Andrew um að hann sé hættur að borða á sig gat og alltof mikið eftir að hann byrjaði á kartöflukúrnum.

“Ég lít ekki eins á mat og það sem ég borða,” segir Andrew og bætir við að hann borði ekki lengur til huggunar heldur eingöngu til að fylla á orkutankinn.