FréttanetiðHeimili

Haltu salatinu FERSKU… í meira en viku – HÚSRÁÐ

Salat er ekki ókeypis en það er gjörsamlega óþolandi hvað það er fljótt að skemmast í ísskápnum.

Með þessu ráði geturðu haldið salatinu fersku í meira en viku sem hentar litlum heimilum einstaklega vel þar sem heilum salatpoka er kannski ekki torgað á einum degi.

Það sem þú þarft að gera er að hella salatinu í skál og setja þurra bréfþurrku ofan á það. Síðan seturðu plastfilmu yfir skálina og inn í ísskáp. Bréfþurrkan dregur í sig rakann úr salatinu sem hindrar að það skemmist fljótt.