FréttanetiðMatur & drykkir

Haltu brauðinu þínu FERSKU… með þessari einföldu aðferð… sem klikkar ekki

Það er fátt leiðinlegra en þegar heimabakað brauð verður grjóthart, jafnvel aðeins sólarhring eftir að það er bakað.

Fylgdu þessum einföldu skrefum til að tryggja það að þitt brauð verði alltaf mjúkt og ferskt.

1. Skerðu brauðið í sneiðar innan við sólarhring eftir að þú bakar það.

2. Raðaðu brauðsneiðunum í einfalda röð á bökunarpappírsklædda ofnskúffu og stingdu skúffunni í frystinn þar til brauðið er alveg frosið.

3. Taktu sneiðarnar af ofnskúffunni og settu þær í poka og síðan aftur inn í frysti. Með því að frysta sneiðarnar fyrst einar kemurðu í veg fyrir að þær festist allar saman inni í frystinum.

4. Teygðu þig í sneið úr frystinum þegar brauðþörfin kallar og hitaðu sneiðina í ofni eða ristaðu hana.