FréttanetiðFréttir

Hallar á hlut KVENNA… í Disney-myndum… og KARLAR fá miklu fleiri línur

12Við erum látin trúa því að Disney-prinsessur séu í aðalhlutverkum í mörgum Disney-myndum en Carmen Fought hjá Pitzer-háskóla og Karen Eisenhauer hjá háskólanum í Norður-Karólínu eru búnar að greina allan texta sem heyrist í Disney-myndum sem snúast um prinsessur. Niðurstöður þeirra eru sláandi en þær eru búnar að taka saman hve margar línur konur eru með í myndunum og hve margar karlar eru með.

Þó Fríða spili veigamikið hlutverk í Fríðu og dýrinu er meirihluti línanna í höndum karla.

Þó Fríða spili veigamikið hlutverk í Fríðu og dýrinu er meirihluti línanna í höndum karla.

Karlmenn tala 68% af tímanum í Litlu hafmeyjunni, 71% í Fríðu og dýrinu, 76% í Pocohontas, 77% í Múlan og heil 90% í Aladdin. Þessar myndir eru frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar en hlutfallið er aðeins betra í eldri myndum eins og Öskubusku þar sem 60% línanna eru í höndum kvenna. Í Þyrnirós er þetta hlutfall 71% konum í vil en í Mjallhvít er jafnt hlutfall lína á milli kynjanna.

Karlmenn tala 68% af tímanum í Litlu hafmeyjunni.

Karlmenn tala 68% af tímanum í Litlu hafmeyjunni.

Ekki skánar það ef litið er á teiknimyndir síðustu ára. Karlmenn eiga meira en helming línanna í Prinsessan og froskurinn og Frosin. Hins vegar eiga konur 52% línanna í Garðabrúðu og í Brave eru konur með 74% línanna.

Ólafur og karlkyns félagar hans eiga meirihluta af línunum í Frosin.

Ólafur og karlkyns félagar hans eiga meirihluta af línunum í Frosin.