FréttanetiðHeilsa

ÞAÐ er HÆTTULEGT… að sofa MIKIÐ

Eins og allir vita er óhollt að sofa of lítið og æskilegt er að allir nái 8 klukkustunda svefni á sólarhring. Of lítill svefn getur valdið því að fólk er þreytt allan daginn, meiri líkur eru á því að fólk fitni, fái háan blóðþrýsting, sykursýki og hjartasjúkdóma.

Rannsókn sem framkvæmd var á 10 ára löngu tímabili sýnir að þeir sem sofa minna en 6 tíma eða meira en 8 tíma eiga það á hættu að lifa skemur en þeir sem sofa á milli 6-8 klukkustundir á sólarhring. Samkvæmt rannsókninni er ýmislegt sem bendir til þess að það sé hættulegt að sofa of mikið eða lengur en 8 tíma á sólarhring.

Prófessor Franco Cappuccio við læknadeildina í Warwick háskóla hefur greint 16 rannsóknir þar sem meira en milljón manns hafa verið spurðir um svefnvenjur sínar á löngu tímabili. Greiningar hans sýna að 12% meiri líkur eru á því að þeir sem sofa lítið deyi í samanburði við þá sem sofa miðlungs lengi eða 7-8 klukkustundir í senn.

En hvað með þá sem sofa lengi, skaðar það heilsuna meira að sofa í 9 klukkustundir en 5 samfleytt?  Dr. Cappuccio telur að lengri svefn kunni ekki endilega að skaða fólk þó ýmislegt í gögnum hans bendi til þess. Hann segir að þetta þurfi að skoða betur og í því samhengi að hugsanlega sé hluti af því fólki sem sofi mikið og tók þátt í rannsókninni hafi undirliggjandi sjúkdóma, sér þunglynt eða noti svefnlyf. Það eru því líkur á því að langur svefn sé ekki endilega skaðlegur heilsunni heldur undirliggjandi sjúkdómar sem valda því að fólk sefur lengur.

Dr. Gregg Jacobs sem starfar við læknadeild Massachusetts háskóla er með aðra kenningu. Hann telur að töfratalan sé 7 klukkustunda svefn. Dr. Jacobs segir ítrekað koma í ljós í rannsóknum sínum að svefnvenjur fólks í Bandaríkjunum sem ná allt að 7 tíma svefni dugi nútímamanninum vel til að ná fullri hvíld og hægt sé að segja að það sé að einhverju leiti eðlilegt fyrir heilann. Dr. Jacobs telur að lengri svefn eigi ekki að skaða neinn. Það er ekkert sem liggur fyrir um að það sé skaðlegt heilsu fólks að sofa meira ef það nýtur þess. ,,Það er ólíklegt að það drepi einhvern að leggjast niður og slappa af,” segir Dr. Jacobs.