FréttanetiðHeimili

Hættu að DREKKA kók… notaðu það frekar til að ÞRÍFA – HÚSRÁÐ

Við vitum öll að það er mjög óhollt að drekka mikið kók og mæla allir sérfræðingar með því að maður eigi að forðast þennan sótsvarta gosdrykk.

Færri vita þó að það er hægt að nota kók til að þrífa klósettið – ótrúlegt en satt.

Þetta er mjög einfalt – helltu 1 til 2 lítrum af kóki í klósettið þitt og láttu það liggja í því í margar klukkustundir. Sturtaðu síðan niður, þrífðu klósettið aðeins með klósettbursta og öll óhreinindi eru á bak og burt!