FréttanetiðFólk

Hættu að borða BRAUÐ… ef þú vilt léttast… og verða orkumeiri

Margir vilja eflaust taka sig á í mataræðinu á þessum árstíma. Ef þú sneiðir hjá brauði munt þú mjög fljótt finna fyrir þessum breytingum:

1. Þú missir nokkur kíló  
Brauð er hlaðið kolvetnum og skyndilegt brotthvarf brauðs úr lífstíl þínum léttir þig og losar þig við umfram safnað vatn í líkamanum sem fylgir brauðáti.  Hvert gramm af kolvetnum sem þú borðar þrefaldar eða jafnvel fjórfaldar þyngd sína með vatnssöfnun.

2. Þú hættir að finna fyrir hungri
Unnin kolvetni valda hækkun á blóðsykri sem síðan fer hratt niður á við (sykurfall – skyndileg þreyta). Þessar ýktu breytingar sem eiga sér stað í líkama þínum senda þér merki eins og hungurtilfinningu sem hættir að gera vart við sig eftir að þú hættir alveg að borða brauð.  Það er nóg að skipta út hveiti yfir í heilkorn til að byrja með til að finna fyrir jákvæðum breytingum sem eiga sér stað í líkama þínum.

3. Orka þín eykst
Þegar þú hættir að borða hveiti og byrjar að borða hollar trefjar sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega starfsemi í þörmum eykst orka þín og þú finnur fyrir jafnvægi í líkamanum.  Gott er að byrja á því að hætta að borða hvítt brauð ef þú vilt fá meltingarveginn til að virka eðlilega.

Kolvetni er fæða fyrir heilann. Ef kolvetnin eru góð þá bregst líkaminn vel við en ef ekki þá bregst hann neikvætt við.  Tilfinningar eins og þreyta, hungur og slen eru til að mynda afleiðing sem þú finnur fyrir þegar þú borðar brauð.