FréttanetiðFólk

Grípandi krimmi sem enginn má láta fram hjá sér fara

- Kvikmyndagagnrýni Fréttanetsins -
Ellý Ármanns skrifar:

 

Fyrir tveimur árum, þegar Anton Sigurðsson steig fram í sviðsljósið með vandaðri og óvæntri kvikmynd Grafir & Bein varð öllum ljóst að hér væri kominn kvikmyndagerðarmaður með gáfur, hjarta, og þor. Núna frumsýnir Anton kvikmyndina Grimmd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum.

grimmd2Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið.   Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir og Jóhannes Schram, eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsókn flækist enn frekar.

Mikið hefur verið fjallað um kvikmyndina Grimmd og þá helst viðkvæmt umfjöllunarefni sem er tæklað hér á fallegan og viðkvæman hátt. Plaköt myndarinnar vöktu mikinn óhug þegar lýst var eftir stúklunum og var ekki hægt að mæta í mataboð án þess að fólk væri að tala um þessi plaköt.

grimmd1
Kvikmyndatakan kemur skemmtilega á óvart.   Mynd: Þorgeir Ólafs.

Frábærlega vel leikin
Grimmd er frábærlega vel leikin og gleymir maður að um kvikmynd sé að ræða, hún er það raunveruleg. Tæknilega séð er myndin nánast fullkominn. Tónlistin er flott og þung í anda myndarinnar, klippingin er góð en það er kvikmyndatakan sem stelur senunni, hvernig myndavélin er ofan í andliti leikara sem ganga inn og úr ramma gefur myndinni óþægilega og kuldalega tilfinningu.

grimm
Frammistaða Margrétar er ógleymanleg í Grimmd sem heldur áhorfendum við efnið frá fyrstu sekúndu.   Mynd: Þorgeir Ólafs.

Velkomin aftur Margrét Vilhjálmsdóttir
Margrét sem hefur ekki leikið íslenskri kvikmynd síðan 2010 fer á kostum í hlutverki Eddu. Hún túlkar þetta erfiða hlutverk af miklu öryggi. Upphaflega var hlutverk Margrétar skrifað fyrir karlmann en því var breytt í konu þegar leikstjórinn frétti að Margrét væri laus, þökkum við fyrir það því þetta er með betri frammistöðum hennar á hvíta tjaldinu.  Sveinn Ólafur Gunnarsson túlkar Jóhannes Schram rannsóknalögreglumann virkilega vel. Hannes Óli Ágústsson vinnur leiksigur sem einfeldingurinn Magni og Atli Rafn er æðislegur í sínu hlutverki. Aðrir leikarar, þau Salóme R. Gunnarsdóttir, Júlína Sara, Pétur Óskar Sigurðsson eru öll ung og eiga klárlega eftir að ná langt á sínu sviði.

grimmd5

Vönduð metnaðarfull mynd sem allir ættu að sjá
Framleiðendur myndarinnar geta verið stoltir. Þeir þáðu ekki krónu úr Kvikmyndasjóði en náðu samt að skapa vandaða og metnaðarfulla mynd sem á eftir að slá í gegn hér á landi. Mynd sem allir Íslendingar einfaldlega verða að sjá í bíó.

grimmd4
Grimmd er meistarastykki.  Mynd: Þorgeir Ólafs.

Niðurstaða: **** og hálf stjarna (4 1/2).

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is