FréttanetiðFólk

Hættu að fela gráu hárin – MYNDIR

Ert þú ein af þeim konum sem ert stöðugt að lita á þér hárið til að fela gráu hárin? Þú getur hætt því þar sem nú er í tísku að skarta fagurgráum lokkum. Konur út um allan heim pósta nú myndum af gráum lokkum sínum á hastaggið #grannyhair, bæði á samfélagsmiðlana Twitter og Instagram.

11051019_10153372710755769_973743413_n
Gráu hárin eru komin til að vera. Meira að segja ungar fyrirsætur eru að lita hárið á sér grátt og sækjast eftir því að ná náttúrlega gráum lit sem margar konur hingað til hafa reynt að hylja og talið vera ellimerki.

Þetta er að einhverju leiti hluti af þeirri feminstavakningu sem nú ríkir víðast hvar þar sem verið er að hvetja konur til að fagna sinni náttúrulegu fegurð. Hætta að lita á sér hárið eða laga líkama sinn að þeim staðalímyndum eða ranghugmyndum sem endurspeglast í tískuauglýsingum sem eru oftast víðs fjarri náttúrlegu útliti kvenna.
11106370_10153372710805769_1544204659_n

Það hefur hinsvegar tíðkast í áratugi að sýna karlmenn eins og þeir eru frá náttúrunnar hendi. Elli þeirra hefur þótt sjarmerandi og karlfyrirsætur með gráa lokka og hrukkur í andliti hafa í gegnum tíðina þótt endurspegla þokka og þroska á meðan kvenfyrirsæturnar hafa verið fótósjoppaðar lýtalausar blondínur.
11084396_10153372710760769_462294349_n

Gráhærðar konur sitja sjaldnast fyrir nema þær eigi að endurspegla elli sína. Þetta er hinsvegar að breytast og vonandi munu færri konur sjá ástæðu til að lita náttúrulegu gráu lokana sína.

Tískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier lagði sitt á mörkum til að upphefja gráhærðar konur en í tískuvikunni í París voru allar hans fyrirsætur gráhærðar. Þessi yfirlýsing hans hefur vakið mikla athygli og til þess fallin að beina ímynd tískubransans frá þeirri æskudýrkun sem hefur viljað loða við hann í áratugi.
11131782_10153372710810769_180621562_n

Hugsanlega mun þetta verða til þess að við hættum að sjá 16 ára barnungar fyrirsætur í auglýsingum fyrir rándýra dragtir þar sem markhópurinn eru konur á besta aldri. Það er kominn tími til að konur fái að njóta sjarmans sem aldur þeirra gefur þeim eins og tíðkast hefur hjá körlunum.

11092694_10153372710785769_62121110_n
Endir hefur orðið á æskudýrkun tískuheimsins og því ber að fagna.