FréttanetiðFólk

BEST geymda LEYNDARMÁLIÐ Í Vestmannaeyjum er GOTT veitingahúsið

Veitingarýni Fréttanetsins
Ellý Ármanns skrifar:

GOTT veitingahús
– Bárustígur 11, Vestmannaeyjabær
– Klárlega best geymda leyndarmálið í Eyjum
– Topp þjónusta
– Afslöppuð stemning
– Fyrir alla fjölskylduna
– A+++


Screen Shot 2018-08-03 at 10.43.21 AM
Hollustan í fyrirrúmi
Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eiga og reka GOTT veitingahúsið í Vestmannaeyjum.  Veitingastaðurinn GOTT er áberandi fallega innréttaður og andinn þar  er einstaklega hlýr og góður. Það sem gestir taka strax eftir þegar GOTT matseðill skoðaður er, þá er áherslan fyrst og fremst lögð á hollan bragðgóðan mat þar sem ferskt hráefni sem eldað er frá grunni er notað.

IMG_5215
Snarlplattinn er æðislegur vægast sagt. Rétturinn er fyrir tvo. Hann samanstendur af parmaskinku, choriiso, kjúklingaspjóti með aioli, Brie osti með fíkjusultu, ólifum og gratineruðu geitaostabrauði.

IMG_5217
Snarlplattinn er ferskur og bragðgóður.

IMG_5223
Geita- og rauðrófusalatið er brakandi ferskt salat sem kætir bragðlaukana svo um munar. Það saman stendur af rauðrófum, geitaosti, graskerjum, hindberjadressingu og ristuðum graskersfræjum.

notaGott1
Anton kokkur GOTT hafði í nægu að snúast í elhdúsinu þennan sólríka dag í Vestmannaeyjum.  Allar sósur, soð, súpur eru löguð frá grunni á staðnum og það sama á við um deigið sem notað er í vefjur staðarins en þær eru bakaðar rétt áður en þær eru bornar fram.

gott2
Spelt vefjan er létt en mettandi. Kjúklingur, hýðshísgrjón og ostur. Heimagerð hvítlauks aioli að hætti GOTT, sætar kartöflur og ferskt salat.

gott4
Mozzarella bruschetta með cherrytómatsalsa, balsamic, pekanhnetum og klettasalati. Dásamlegur réttur.

IMG_5231
Þorskhnakki GOTT borinn fram með villisveppaskel og kartöflumauki. Það kom skemmtilega á óvart að þoskurinn var nákvæmlega eins og hann er í GOTT bókinni eftir Berglindi og Sigurð eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:
IMG_5242
Opna í GOTT bókinni.

gottavakado
Avocado rist. Þessi brakandi góði vegan réttur er algjör snilld. Ristað súrdeigsbrauð með spíruðum rúgkjörnum með heimagerðu GOTT hummus og GOTT rauðu pestó ásamt avocado. Dásamlegt með kaffi eða te. Rétturinn er borinn fram á fallegan máta eins og reyndar allir réttir staðarins.

gottkjuklinga
Létt kjúklingasalat (Cesar salat) með fetaosti, ristuðum kasjúhnetum, léttjógúrtsósu og granateplum. Fullkomin blanda.

gottsupa
Afrískur grænmetispottréttur borinn fram með fersku salati, rauðrófu og chapati brauði er bragðmikill og saðsamur réttur sem er ekki síðri fyrir augu en maga.  Í pottréttinum er laukur, chilli, karrýmauk, tómatmauk, gulrætur, sellerí, blómkál, paprika, kókosmjólk, tómatar, grænmetiskraftur, nýrnabaunir og sjávarsalt.  Himnar opnast við fyrsta smakk. 

gottuxatortilla
Uxatortilla með spicy BBQ, grilluðu maís, tómatsalsa, guacamole, og ristuðum pekanhnetum. GOTT mælti með Eldfell frá Brothers Brewery með. Skotheld samsetning sem allir sem fara til Eyja verða að leyfa sér að prófa.

Screen Shot 2018-08-03 at 10.40.16 AM
Grillaður borgari með  rauðrófu og fersku salati.   Hér er á ferðinni sérvalið nautakjöt, mjög vel kryddað, spicy chilli mæjónes, heimareiktur ostur, salat, tómatar og rauðlaukssulta. Þessi hamborgari fær tíu stig af tíu.  Ef þú elskar hamborgara og villt hafa þá meinholla þá er þessi málið. Ó já!

gott44
Spicy núðlusúpa með hrísgrjónanúðlum, grænmeti og kjúkling. Bragðgóð og matarmikil.

gott
Tjald skemmtileg viðbót við GOTT
Berglind og Sigurður settu í sumar upp fallega innréttað tjald við veit­ingastaðinn. Litagleðin er allsráðandi eins og GOTT veitingahúsið og fólkið sem þar starfar.

Screen Shot 2018-08-03 at 10.14.13 AM
Sigurður tók vel á móti Hlyn og Ellý matgæðingum Fréttanetsins. 


GOTT veitingahúsið er best geymda leyndarmál Vestmannaeyja sem allir sem þangað sækja verða að prófa. Maturinn þar er himneskur og ekki skemmir fyrir upplifuninni að starfsfólkið sem þar starfar er áberandi hlýtt í viðmóti.

,,Þegar sest er til borðs á GOTT í Eyjum þá er tilfinningin eins og maður sé kominn heim. Svo er maturinn sá allra allra besti”  - Ellý Ármanns
,,GOTT er einstaklega huggulegur veitingastaður í hjarta Vestmannaeyja sem tekur utan um mann.” – Hlynur Jakobsson

 

Gott er á Facebook
Smelltu hér: 
GOTT