FréttanetiðFólk

Já þú last rétt… göngutúrar losa þig við aukakílóin… endanlega

Ein skaðlausasta hreyfing sem þú getur stundað er ganga. Þú getur losað þig við 1/2 kg á viku eða meira með því að labba en það fer auðvitað eftir því hversu oft þú gengur og hvað langt. Með því að ganga daglega getur þú losað þig við 10 kg eða meira á fimm mánuðum án þess að fara í ræktina eða í megrun.

Þú getur tónað vöðva líkamans og bætt heilsu þína á meðan líkaminn brennir fitunni ef þú gengur daglega. Þetta er ótrúlega létt og jákvæð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri.  Eina sem þú þarft að ákveða er að ganga daglega og sjá þú verður léttari á líkama og sál.

Hvernig á að léttast með því að ganga?
Fjöldi hitaeininga sem þú getur brennt með göngu fer eftir líkamsþyngd þinni og vegalengd. Venjulega ef þú gengur á 4 km hraða á klukkustund (venjulegur gönguhraði) þá brennur þú um 400 hitaeiningum á klukkustund.  En þú þarft ekki að ganga þessa 4 kílómetra á hverjum einasta degi. Til dæmis, ef þú gengur rúma 3 kílómetra á dag, getur þú brennt 300 hitaeiningum á dag. Auðvitað er hægt að ganga styttri vegalengdir – þetta er alltaf spurning getu og þol. Það er til tæki sem kallast skrefmælir til að hjálpa þér að brenna auka hitaeiningum með daglegum göngutúrum.

Skrefateljarar og þyngdartap
Ef þú ert að reyna að komast í form með göngu þá er ekki vitlaust að fjárfesta á skrefmæli þar sem þú getur fylgst daglega með árangrinum.
Skrefmælir er gagnlegt græja sem þú setur á þig í kringum mjaðmasvæðið. Þá getur þú fylgst með því hvað þú gengur langt og hve miklu þú brennir hverju sinni.

Ef þú vilt finna út hversu marga kílómetra þú þarft að ganga til að losa þig við x mörg kíló þá er þetta einfalt reiknisdæmi. Svo getur þú stækkað skrefin og aukið hraðan í göngutúrunum eftir því sem þol þitt eykst og viljinn.

Hversu mörg skref til að taka til missa þyngd?
Að meðaltali þarf manneskja þarf að ganga 2.000 skref til að missa þyngd. Fyrir 1,5 km brennir þú 100 hitaeiningum. Skrefmælir mun halda utan um fjölda skrefa sem þú tekur, hversu margar hitaeiningar þú brennir og hversu marga kílómetra þú gengur daglega. Göngutúrarnir einir og sér eru góðir en mundu að þú getur alltaf bætt við líkamsþjálfun.

1,6 km = 2,000 skref og 100 kaloríur brenna
0,5 kg = 3,500 hitaeiningar
Tapar 0,5 kg á viku = 500 hitaeiningar á dag

Þú þarft að taka 10,000 skref á dag til að missa 0,5 kg á viku.  10.000 skref virðast vera allt of mikið til að byrja með en þú þarft ekki að byrja á 10.000 skrefum heldur er ráðlagt að byrja rólega og njóta göngunnar.

Ef þú ferðast með strætó skaltu fara fyrr úr vagninum og ganga restina af leiðinni í vinnuna eða heim.

Leggðu bílnum smá spöl í burtu frá áfangastað og labbaðu restina af leiðinni.
Ekki nota lyftu, taktu stigann frekar.
Gakktu með börnunum í skólann.

Þú getur fylgst með þyngd þinni samhliða göngutúrum og hitaeiningum sem þú brennir ef þú notar skrefmælir.Þá ertu upplýst/ur um hvað er í gangi.

Gerðu göngutúrana skemmtilega
- Ekki alltaf ganga sömu leiðina. Breyttu um umhverfi og labbaðu aðrar leiðir.
– Hlustaðu á tónlist á meðan þú labbar eða uppáhaldsútvarpsþáttinn þinn.
– Alls ekki hætta við að fara út að labba þó það sé kalt úti. Klæddu þig frekar eftir veðri.
– Það er erfiðast að koma sér út úr húsi en síðan tekur vellíðan við þegar þú ert lögð/lagður af stað.
– Ekki velja að horfa á sjónvarpið í staðinn fyrir göngutúrinn. Það er bannað.
– Bjóddu vinum, kunningjum eða fjölskyldumeðlimum að ganga mér þér. Þó það sé ekki nema einu sinni.

Göngustíll
Við vitum öll hvernig á að ganga enda höfum við gengið frá því við vorum ung. En það er mikilvægt að vera meðvitaður um hraðann, skóbúnað og hvernig best er að ganga til að fá sem mest út úr göngutúrnum.

Þegar þú ert að ganga skaltu einbeita þér að því að horfa fram á við, halda hökunni uppi, rétta úr hryggnum, draga magann inn og spenna alla vöðva líkamans meðvitað. Það hjálpar þér að ná hámarksæfingu úr göngutúrunum.

Hversu oft á að ganga?
Áður en þú byrjar að bæta göngutúrum inn í daglega rútínu hjá þér skaltu byrja á því að ganga fyrst um sinn í 15 – 20 mínútur hverju sinni  og það í mesta lagi 2 – 3 sinnum í fyrstu viku. Bættu síðan fleiri göngutúrum við þar til þú ert byrjuð/byrjaður að ganga 30 mínútur alla daga vikunnar með bros á vör.

Mikilvægt er að þú vitir að vellíðan skiptir höfðumáli þegar þú ákveður að ganga en ekki þyngdartap. Göngutúrarnir eiga eftir að létta skap þitt og efla jafnvægi þitt samhliða því að kílóin hrynja ef þú hugar að mataræðinu og heldur þig við daglegar göngur.