FréttanetiðMatur & drykkir

Gömlu, góðu KÓKOSKÚLURNAR… klikka aldrei… við fáum vatn í munninn – UPPSKRIFT

Eitt einfaldasta lostæti sem hægt er að búa til er án efa kókoskúlur – þessar gömlu, góðu. Hér kemur skotheld uppskrift að kókoskúlum sem er afar einföld og tilvalið að leyfa börnunum að spreyta sig á þessu gúmmulaði.

Kókoskúlur

Hráefni:

110 g mjúkt smjör

200 g sykur

3 bollar haframjöl

1 tsk vanilludropar

3 msk kakó

2 msk sterkt kaffi (kalt)

1/2 – 2/3 bolli kókosmjöl

Aðferð:

Blandið smjöri, sykri og haframjöli vel saman í skál. Bætið kakói, vanilludropum og kaffinu saman við og hrærið vel saman. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Kælið í ísskáp í nokkrar klukkustundir eða borðið strax!

swedish-chocolate-coconut-balls-chokladbollar-4