FréttanetiðFólk

Færðu svona bólur? – HÉR sérðu AF HVERJU

Fjöldi fólks með glúten óþol en því miður fá flestir þeirra aldrei greiningu og átta sig þar af leiðandi ekki á hvað veldur ýmsum kvillum í líkamanum.   Hér eru fimm vísbendingar um að þú sért með glúten óþol:

Vefjagigt
Ef þú hefur greinst með vefjagigt skaltu huga að því hvort glúten óþol sé hugsanlega orsökin. Margir sem hafa greinst með vefjagigt og síþreytu eru með glúten óþol.

Kjúklingahúð (keratosis pilaris)
Eins og efsta myndin sýnir hér í grein þá er svokölluð ,,kjúklinga húð” í flestum tilvikum ofnæmi fyrir glúten. Húðin verður bólótt og þá yfirleitt á handleggjum og lærum.  Um er að ræða fitusýruskort af völdum glúten og þess vegna bregst líkaminn svona við.

Þrálátur höfuðverkur
Mígreni og þrálátur höfuðverkur getur einnig verið merki um ofþornun eða glúten óþol.

Hægðatregða
Hægðatregða er algengt merki um glúten óþol og það á einnig við ef þú ert með niðurgang, uppþembu eða endalausa loftmyndun í maga.

Síþreyta
Ef þú ert með langvarandi þreytu, skaltu hiklaust tala við lækni en þessi þreytueinkenni geta verið vísbending um glúten óþol.

GLÚTEN
Glúten er samheiti fyrir prótín sem finnast í hveiti, byggi, rúg og mögulega höfrum (tengist framleiðsluferli hafra).  Áætlað er að um 1% vesturlandabúa þjáist af glútenofnæmi.  Algengt er að glútenofnæmi sé vangreint eða greint of seint, allt að 6-11 árum eftir að einkenni byrja að eiga sér stað.

Einkenni geta verið margvísleg en uppþemba, niðurgangur og ýmis óþægindi út frá meltingarvegi eru algengust sem síðar leiða til næringarskorts, ef ekkert er að gert.  Einkenni geta líka verið óbein eða ekki út frá meltingarvegi, eins og t.d. húðvandamál (eins og myndin efst í grein sýnir greinilega).

lifandi_markaður_birna
Þarmaflóran – hefur glúten eitthvað að segja? Skyldulesning – sjá HÉR.

glut1
Sjáðu hvað glúten gerir við matinn þinn – HÉR.