FréttanetiðMatur & drykkir

GLÚTENLAUS… og VEGAN gulrótarkaka… JÁ TAKK – UPPSKRIFT

Þessar gulrótarbollakökur eru algjörlega ómótstæðilegar en þær eru glútenlausar og henta þeim sem borða vegan.

Gulrótarbollakökur

Hráefni – kökurnar:

2/3 bolli glútenlaust hveiti

3/4 tsk matarsódi

1/4 tsk lyftiduft

1/4 tsk engiferkrydd

1/4 tsk allra handa krydd

1/8 tsk salt

2/3 bolli kókossykur

1/3 bolli jógúrt (helst með kókosbragði)

3 msk eplasósa

2 1/2 msk kókosolía

1 tsk vanilludropar

1 bolli rifnar gulrætur

Hráefni – kremið:

60 g vegan smjör

1/4 bolli vegan rjómaostur

1 1/2 bolli flórsykur

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Byrjum á kökunum. Hitið ofninn í 180°C og blandið jógúrti, sykri, eplasósu, kókosolíu og vanilludropum vel saman í skál. Bætið þurrefnunum við og blandið vel. Blandið gulrótunum saman við með sleif eða sleikju. Deilið deiginu á milli 12 möffinsforma og bakið í 30 mínútur. Kælið alveg áður en kremið er sett á.

Blandið rjómaosti og smjöri vel saman í skál og bætið síðan flórsykrinum við, aðeins 1/4 bolla í einu. Blandið vanilludropunum saman við þar til kremið er orðið mjúkt og kekkjalaust. Skreytið kökurnar og njótið.