FréttanetiðHeilsa

Gleymirðu alltaf MORGUNMAT? Þá er þetta lausnin fyrir þig – UPPSKRIFT

Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins en því miður eru ansi margir sem gleyma henni, einfaldlega út af því að það gefst ekki tími til að búa til eitthvað gómsætt en hollt. Þessi uppskrift af hafragrautarmöffins er algjör snilld því þú getur búið til morgunmat fyrir alla vikuna á einu bretti.

Hafragrautarmöffins 

Hráefni:

8 bollar vatn1/4 tsk sjávarsalt

2 bollar haframjöl

7 msk hlynssíróp

2 1/2 tsk kanill

Aðferð:

Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. Hrærið haframjölinu saman við, lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í hálftíma. Takið pottinn af hellunni og hrærið síróp og kanil saman við. Leyfið blöndunni að vera í um tíu mínútur. Smyrjið möffinsform og deilið hafragrautnum á milli hólfanna. Frystið í fimm klukkustundir. Takið formið úr frystinum og leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur. Takið síðan múffurnar úr forminu, setjið í poka og aftur inn í frysti. Þegar þú vilt svo fá þér hafragraut seturðu tvær til þrjár möffins í skál og hitar í örbylgjuofni í 2 til 3 mínútur. Þá geturðu líka sett það sem þú vilt ofan á, til dæmis ávexti, en í einni svona múffu eru 75 kaloríur.

hafrar2