FréttanetiðHeimili

Geymdu EITT SOKKPAR í hanskahólfinu á veturna… og vittu til… það á kannski eftir að bjarga þér

Ha? Geyma sokka í hanskahólfinu á bílnum? Af hverju í ósköpunum?

Jú, það er nefnilega algjör snilld að geyma sokkapar í hanskahólfinu og hér er ástæðan. Ef þú lendir í því að festa bílinn í hálku og snjó geturðu klætt þig í sokkana yfir skóna og þá færðu betra grip á veginum til að ýta bílnum. Snilld? Heldur betur!

Svo er líka hægt að nýta sokkana á annan máta. Það er hægt að setja þá yfir rúðuþurrkurnar svo þær frjósi ekki á næturnar. Meiri snilld? Jahá!