FréttanetiðHeilsa

Gerirðu allt rétt… en nærð ekki að LÉTTAST? Þá er þetta appið fyrir þig

Það getur verið erfitt að standast freistingar í mataræði þegar maður er að reyna að létta sig um nokkur kíló. Flestir einkaþjálfarar eru sammála um það að ef maður heldur matardagbók og fylgist grannt með því sem maður lætur ofan í sig eigi maður auðveldara með að léttast.

Þeir sem treysta sér ekki í að skrifa niður allt sem þeir borða og lesa sjálfir í þær upplýsingar geta hlaðið niður smáforritinu MyFitnessPal sem er algjör snilld. Í því skráir þú niður hvað þú vilt léttast mikið, hvað þú ert þung/ur í dag og hvað þú ert há/r. Forritið reiknar út hvað þú átt að borða margar kaloríur í dag og þú skráir inn allt sem þú borðar yfir daginn.

Forritið lætur þig svo vita ef þú ert á villigötum og að borða of mikið eða óhollan mat.

Kynnið ykkur MyFitnessPal hér.