FréttanetiðMatur & drykkir

Geggjuð LASAGNA-SÚPA… sem er tilbúin á HÁLFTÍMA – UPPSKRIFT

Þessi súpa er alltof góð en hún er kjötlaus með öllu og tekur bara hálftíma að búa hana til. Þvílík snilld.

Lasagna-súpa

Hráefni:

1 laukur

1 msk ólífuolía

3 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk tómatmauk (tomato paste)

2 msk hveiti

700 ml pasta eða marinara sósa

1 dós maukaðir tómatar

1/4 tsk rauðar piparflögur

1 msk steinselja

174 tsk oregano

1/4 tsk basil

1/2 tsk salt

1/4 tsk pipar

1/4 tsk paprikuduft

1 tsk sykur

7 bollar grænmetissoð

13 lasagna plötur

2 bollar ferskt spínat

1/3 bolli rjómi

340 g kotasæla

1 1/2 bolli mozzarella ostur

1/2 bolli parmesan ostur

1 meðalstór mozzarella kúla, skorin niður

Lasagna-Soup

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðal hita. Skerið niður lauk og steikið hann í 5 mínútur. Bætið hvítlauknum við og steikið í mínútu eða tvær til viðbótar. Blandið tómatmaukinu saman við og hveitinu og eldið í nokkrar mínútur. Passið að hræra reglulega í blöndunni. Bætið pastasósunni, maukuðu tómötunum, piparflögunum, steinselju, basil, oregano, paprikudufti, sykri, salti og pipar saman við og hrærið síðan grænmetissoðinu saman við. Látið suðu koma upp. Brjótið hverja lasagna plötu í fjóra búta og bætið þeim við blönduna í pottinum. Leyfið þessu að malla í 20 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni. Hrærið spínati, rjóma, kotasælu, mozzarella osti og parmesan osti saman við og eldið í eina mínútu. Skerið mozzarella kúluna í sneiðar og setjið ofan súpuna. Skreytið með fersku basil.