FréttanetiðMatur & drykkir

Geggjað túnfiskssalat… sem er tilbúið á NOKKRUM MÍNÚTUM – UPPSKRIFT

Það er ávallt við hæfi að halda sig í hollari kantinum en þetta túnfiskssalat er ekki aðeins hollt heldur alveg einstaklega einfalt.

Túnfiskssalat

Hráefni:

1 dós túnfiskur í vatni

3 tómatar, saxaðir

1 dós kjúklingabaunir

1 bolli grænar ólífur, saxaðar

svartur pipar

1 msk sítrónusafi

ferskt kóríander

salt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál nema kóríander. Stráið kóríander yfir herlegheitin og njótið.