FréttanetiðHeimili

Geggjað PÁSKAFÖNDUR… sem allir geta gert – MYNDIR

Páskarnir eru handan við hornið og það er fátt skemmtilegra en að föndra fallegt páskaföndur með allri fjölskyldunni.

Það er fáránlega einfalt að gera þessi fallegu egg og þau þurfa að sjálfsögðu ekki að vera blá. Þið getið annað hvort föndrað þessi með frauðeggjum eða blásið hvítunni og rauðunni úr matareggjum. Ef þið gerið hið síðarnefnda þurfið þið bara að fara varlega því þau brotna auðveldlega.

diy-marbled-indigo-easter-eggs-6

Skref 1:

Takið til plastílát og hellið vatni við stofuhita í það þannig að það sé 3/4 fullt. Vatnið má alls ekki vera kalt. Bætið við smá af naglalakki að eigin vali.

Skref 2: 

Hrærið létt í blöndunni með priki þannig að blandan minni á marmara.

Skref 3:

Dýfið eggjunum í vatnið og snúið þeim í hring. Hér er gott að vera í gúmmíhönskum eða nota litla töng.

diy-marbled-indigo-easter-eggs-steps

Skref 4:

Þurrkið eggin.

diy-marbled-indigo-easter-eggs-1