FréttanetiðFólk

FYRSTA SKIPTIÐ: Ein almesta SNILLD sem þú verður að sjá

- Leiksýningin: Fyrsta skiptið
Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði
Brilljant sýning sem þú bara verður að sjá
– Topp leikarar
– Hláturskast nánast alla sýninguna
– Fyrir ungt fólk og já bara alla fjölskylduna
– A+++

Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Fyrsta kossinun, fyrsta stefnumótinu, fyrstu ástinni, fyrstu ástarsorginni og að sjálfsögðu fyrstu kynlífsreynslunni.

Höfundar og leikarar: Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson.
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
Leikmynd og búningar: Björk Jakobsdóttir
Lýsing: Freyr Vilhjálmsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson

 

Leikhúsrýni Fréttanetsins / Ellý Ármanns skrifar:

Fréttanetið upplifði hávær hlátrasköllin og lófaklappið á leiksýningunni Fyrsta skiptið sem sýnd er um þessar mundir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.  Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og skyldi engan furða því hér er á ferðinni ein almesta snilld sem þú og öll börnin þín ef þau eru hætt að nota bleyju verðið einfaldlega að gefa ykkur tíma til að sjá og upplifa.

Drepfyndin frá upphafi til enda
Ekki nóg með að sýningin er drepfyndin frá byrjun til enda heldur er hún mjög opinská og heldur áhorfandanum við efnið allan tímann. Sýningin, sem er tveir tímar á lengd, með fimmtán mínútna pásu, líður hratt enda leikararnir stórkostlegir í alla staði.

Ungir leikarar slá í gegn
Allir leikararnir í sýningunni leggja greinilega hjarta og sálu í þessa frábæru leiksýningu og svo má ekki gleyma að minnast á að leikstjórinn Björk Jakobsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir frábærar innihaldsríkar leiksýningar fyrir ungt fólk.  Leikararnir Arnór og Óli sömdu til að mynda leikritin Unglingurinn og Stefán Rís sem slógu einnig í gegn og það í Gaflaraleikhúsinu.

Einlæg, falleg og fyndin leiksýning
Leikarnir gáfu sér tíma til að ræða við áhorfendur bæði í upphafi og í lok sýningar á einlægan persónulegan hátt þar sem húmorinn var í hávegum hafður. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla sem í salnum voru. Einlæg, fyndin og falleg eins og sýningin Fyrsta skiptið er.

Stjörnugjöf: Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Miðasala: Tix.is

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
instagram.com/ellyarmannsdottir

e@frettanetid.is