FréttanetiðHeilsa

Forðastu skyndimat – heilsuráð Telmu – UPPSKRIFT

Telma Matthíasdóttir einkaþjálfari sem heldur úti vefsvæðinu Fitubrennsla.is fræðir okkur um matarvenjur og markmiðasetningu. Hún gefur okkur einnig meinholla uppskrift að ofurfæðu sem auðvelt er að útbúa fyrir daginn.

Leiðin að grennri líkama og heilbrigðara lífi

 • Að taka ákvörðun.
 • Að setja sér markmkið.
 • Að breyta  matarvenjum sínum.
 • Að hreyfa sig meira.
 • Að skapa bjartari framtíð.
 • Að vera þú!

Matur er eitt af því sem gefur lífinu gildi og við eigum að njóta hans.

Beint samband er á milli heilsunnar og þess matar sem þú neytir. Málið snýst um skipulagningu – hvað þú kýst að borða, hvar þú borðar, hvenær þú borðar og hvernig þú dreifir máltíðum yfir daginn. Ef þú dreifir matnum og orkunni jafnt yfir daginn geturðu haft betri stjórn á því hvað, hvar, hvenær og hvernig þú borðar. Þegar þú borðar með reglulegu millibili eykst úthaldið og þér líður betur.

Lífið er fullt af gildrum og ef þú ætlar að ná markmiði þínu verðurðu að breyta daglegum lifsvenjum, bæði með tillit til mataræðis og hreyfingar. Oft er auðveldara að breyta venjum sínum með hópi af fólki sem á við sama vanda að stríða.


Nokkur atriði sem gott er að venja sig á strax:

 • Borðaðu á ákveðnum tímum.
 • Semdu matseðil fyrir vikuna.
 • Farðu ekki í matvöruverslun þegar þú finnur til hungurs.
 • Forðastu skyndimat.
 • Drekktu vatn með matnum.

Mundu að þú mótar venjur þínar sem síðan móta þig.

Allir verða stöðugt að næra líkamann. Með hollu mataræði og reglubundnum æfingum bráðnar fitan af þér og í hennar stað mótast vöðvar. Þú verður bæði grennri og hraustari.

Fyrir hvert kiló og hvern sentímeter sem þú missir bætir þú heilsuna, ekki eingöngu fyrir núið heldur einnig til frambúðar.

fitubr
,,Þar sem ég er mikið á þvælingi alla daga og lítill tími til að borða, þá fylli ég blandarann minn af ofurfæðu og helli í 3 krukkur og tek með mér inní daginn.  Kroppurinn verður sáttur líka svo sprækur,” segir Telma.

Ofurfæða fyrir daginn
2 bollar epla- og engifersafi
2 bollar blönduð ber, frosin
1 bolli avocado, frosið
1 msk hampfræ,
2 msk chiafræ,
1 tsk ashawaganda,
2 skóflur kókosprótein, Bætiefna-Búllan
Vatn eftir þörfum

,,Þeyta vel og hella í krukkur. Nú má sólin skína á okkur í allan dag og notum hvert tækifæri til að vera úti.  Góður göngutúr bætir og kætir.”

Sólarkveðja,
Telma
Fitubrennsla.is