FréttanetiðMatur & drykkir

Fjórir ávextir = frískandi drykkur… þið verðið að smakka þennan – UPPSKRIFT

Þessi drykkur er algjört æði. Hann er frískandi, fallegur og setur tóninn fyrir daginn.

Ávaxtadrykkur

Hráefni:

2 bananar

3/4 bolli grísk jógúrt

1 kiwi

2 bollar jarðarber (1 bolli fersk, 1 bolli frosin)

1 bolli frosið mangó

1 msk hunang

Aðferð: 

Setjið öll hráefnin í blandara í þeirri röð sem þau birtast í hráefnalistanum og blandið í að minnsta kosti 3 mínútur. Smakkið til og bætið meira hunangi við ef þarf.