FréttanetiðÚtlit

Fjögur skref í átt að fallegum KINNALIT – MYNDIR

Hér má sjá fjögur auðveld skref til að gera andlitið ferskara með skyggingu í kinnum. Þú þarft kinnalit, bæði bleikan og bronsaðan en snilldin felst í því að nota hyljara fyrir ofan og neðan kinnbeinin og síðan er þessu blandað saman svo útkoman verður náttúrulega fersk og falleg. Mundu bara að minna magn af kinnalit er betra en of mikið.
1

Byrjaðu á því að setja á þig sólarpúður eða kinnalit. Í þessu tilfelli er mælt með að nota kremaðan bronsaðan lit.
2
Hér er settur örlítill kinnalitur yfir bronsaða litinn. Svo setur þú hyljara undir eða fyrir neðan bronsuðu röndina.
1426307264-syn-817-nrm_1426009552-elle-cheeksarticle2
Á myndinni sérðu að búið er að setja minni rönd af hyljara fyrir ofan litaða svæðið. Svo nuddar þú eða dreifir þú þessu varlega saman. Sjáðu útkoman verður náttúruleg og ferskleg.