FréttanetiðHeilsa

Hún FITNAÐI skyndilega… á maga- og mjaðmasvæðinu… en ALLT BREYTTIST þegar hún kynnti sér ÞETTA

Það er margsannað að hormónastarfsemin hefur gríðarleg áhrif á matarlyst og fitusöfnun í líkamanum.  Hér viljum við benda þér á nokkrar fróðlegar og vonandi gagnlegar leiðir til að skilja hvernig hormónastarfsemin virkar á þig og líkama þinn.

Insúlín – Allan liðlangan daginn framleiðir líkami þinn insúlín en í mjög litlu magni. Insúlín er hormón sem verður til með svokölluðum beta-frumum í brisinu.  Það er öflugasta fitu-geymslu-hormónið ef svo má kalla sem skipar fitufrumum líkamans að geyma fitu og kemur þar með í veg fyrir að líkaminn brjóti niður fituna og losni þar með við hana. Þegar insúlínið hækkar þá þyngist líkaminn.

Ofát - Þegar þú innbyrðir mikinn sykur, unnin kolvetni eða skyndibitamat þá verður insúlínviðnám líkamans öflugra en ella og eykur styrk þess.  Ráð: Dragðu úr neyslu sykurs eins og þú mögulega getur og reyndu að hugsa áður en þú borðar. Borðaðu próteinríkan mat en þá minnkar insúlín-viðnámið í líkamanum. Auktu góðu fituna í fæðunni því góð fita kemur í veg fyrir þyngdaraukningu og dragðu úr kolvetnisneyslu. Einblíndu á hreint mataræði og fæði sem er lágt í kolvetnum. Mikil þéttni insúlíns getur minnkað ef þú borðar til að mynda omega 3 fitu sem er rík í fiskmeti.

Æfing - Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur í yfirþyngd eru færar um að bæta insúlín-næmi líkamans með daglegum göngutúrum eða 30 mínútna hreyfingu daglega. Talið er að eftir 14 vikur mun líf þeirra sem hreyfa sig daglega gjörbreytast til hins betra. Þannig að þú skalt reyna að hreyfa þig reglulega.

Magnesíum - Magnesíum bætir insúlín-næmi líkamans þannig að þú skalt taka inn magnesíum fæðubótarefni.

Grænt te - Það er margsannað að það er hægt að lækka blóðsykurinn og insúlínstig líkamans með því að drekka grænt te.

Leptin – Leptín er hormón sem stýrir matarlyst. Það myndast í fituvef og seyttlar þaðan í blóðrás líkamans en það berst til frumnanna og hefur áhrif á þær.   Með öðrum orðum þá gefur leptín heilanum skipanir um hvað hann á að halda í mikið fitumagn.  Mikið magn af leptín er til staðar hjá fólki sem er í yfirþyngd. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk í yfirþyngd hefur fjórum sinnum hærra leptín-stig í líkamanum en fólk sem er í kjörþyngd.

Hér eru nokkrar ráðleggingar til að bæta leptin-næmi þitt:  Forðastu matvæli sem valda bólgum í líkamanum eins og sykur-drykkir og matur sem inniheldur transfitusýru. Borðaðu mikið af salati og feitum fiski. Leptín-næmi er einnig hægt að bæta með því að æfa og hreyfa sig reglulega. Ófullnægjandi svefn leiðir yfirleitt til vandamála með leptín-stig líkamans og þar með eykst jú matarlystin – svo vertu viss um að þú fáir ávallt nægan svefn.

Ghrelin – Ghrelin er þekkt sem hungur-hormón en það segir þér að þú ert svöng þegar það skynjar að maginn er tómur en þá sendir það heilanum skilaboð um svengd.  Hér eru nokkur ráð fyrir misvísandi skilaboð um svengd af völdum ghrelin: Forðastu sykur og mat sem er hár í fructose, sírópi og alla drykki sem innihalda gervisætu. Ghrelin magn má minnka í líkamanum með neyslu próteina í hverri máltíð – þannig að þú skalt leggja áherslu á að borða mikið af próteinum.

Kortisól - Kortisól er þekkt sem streitu-hormón. Kortisól er hormón sem er framleitt í nýrnahettunum. Langvarandi framleiðsla líkamans af kortisól getur leitt til streitu sem leiðir til ofáts og þyngdaraukningu í kjölfarið.

Konur í yfirþyngd bregðast oft við streitu með hækkun á kortisól-framleiðslu í líkamanum. En í sumum tilfellum getur mataræði hækkað kortisól framleiðsluna.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur sem borða hitaeiningasnautt fæði hafa hærri kortisól-stig í líkamanum og eru stressaðri en konur sem borða fjölbreytt hreint mataræði. Ráð: Leggðu áherslu á hreint mataræði og ekki hugsa of mikið um hitaeiningar – heldur öllu heldur hvað það er sem þú borðar, eins og holla fitu sem er mjög góð fyrir þig.  Þá er hugleiðsla öflug til að draga úr kortisól framleiðslu líkamans. Þá er gott að hlusta á tónlist en hún hjálpar til við að lækka kortisól framleiðsluna.

Estrógen - Estrógen er mikilvægt kvenkyns-hormón sem er framleitt í eggjastokkum og stjórnar æxlunarfærum kvenna. Það fer eftir aldri, heilsufars-ástandi og virkni annarra hormóna í líkamanum hvernig estrógen framleiðslan verður en bæði hátt og lágt estrógen getur leitt til þyngdaraukningar. Estrógen byrjar á því að halda í alla fitu á kynþroska aldri kvenna til að viðhalda frjósemi á æxlunar árum og að auka getu líkamans til að halda í fitu og þá sér í lagi þegar kemur að meðgöngu og þá helst á fyrri hluta meðgöngu. Estrógen hormónin sjá til þess að líkaminn heldur í fituna í kringum mjaðmir og magasvæði. Ráð: Borðaðu mikið af trefjum. Estrógen-stig minnkar ef þú ert borðar trefjaríka fæðu. Það sama gerist ef þú borðar mikið af grænmeti en það hefur jákvæð áhrif á estrógen framleiðsluna.  Ef þú borðar hör-fræ eða hör-fræ olíu þá ertu að gera líkama þínum gott. Hreyfing kemur einnig jafnvægi á estrógen stigin.

Taugapeptíð Y (NPY) – Hér er á ferðinni hormón sem eykur matarlyst en það er framleitt í heila- og taugakerfi líkamans. Þetta hormón örvar löngun þína í kolvetni. Ef þú ert þreytt og stressuð þá myndast taugapeptíð y hormónið í líkama þínum. Ráð: Þú ættir að borða meira prótein en þú ert vön vegna þess að með því að borða lítið magn af próteinum þá verður þú hungruð í mat og jafnvel skyndibitamat sem veldur þyngdaraukningu.

Glucagon- eins Peptide- 1 (GLP-1) – Þetta hormón verður til í þörmunum. Það heldur blóðsykrinum stöðugum og lætur þér líða eins og þú sért södd.  Samkvæmt vísindamönnum þá slær þetta hormón á matarlyst.  Svona getur þú aukið framleiðslu líkamans á GLP- 1: Borðaðu mikið af próteinum og mat sem er ríkur af eggjahvítu eins og fiskmeti.   Langvarandi bólgur í líkamanum draga úr GLP- 1 framleiðslunni og þess vegna er mikilvægt að þú neytir bólgueyðandi fæðu. Borðaðu grænt grænmeti eins og til dæmis spínat.

Cholecystokinin (CCK) - Hér er á ferðinni hormón sem minnkar matarlyst en það verður til í meltingarveginum þar sem frumurnar framleiða þetta hormón. Á íslensku nefnist þetta hormón kólesýstókínín en það stuðlar að losun meltingarensíma úr brisi í brisvökvann og á stóran þátt í að minnka matarlyst. Hvað skal gera til að auka framleiðni CCK í líkamanum: Borða meira prótein í hverri máltíð.  Borða heilbrigða góða fitu vegna þess að slæm fita losar líkamann við CCK og borða máltíðir sem eru háar í trefjum.

Peptíð YY (PYY) – Þetta hormón stýrir matarlyst af frumum í meltingarvegi og ristli. Þetta hormón gegnir mikilvægu hlutverki því það dregur allverulega úr hættu á offitu. Hvernig á að auka PYY:  Með  því að neyta lág-kolvetnaríks mataræðis og einblína á óunnin matvæli, þ.e. ef þú vilt halda blóðsykrinum þínum stöðugum.  Borðaðu mikið af próteinum, hollri fitu og nóg af trefjum. Mikilvægt er að þú áttir þig á því að hormónin í líkama þínum vinna vel saman og auka eða minnka matarlyst ásamt fitu-söfnun í líkamanum. Ef líkamsstarfssemi þín er ekki að virka almennilega þá skaltu alls ekki örvænta heldur reyna að einblína á hreint mataræði og jafnvel róttækar breytingar á lífsstíl þínum til að hafa góð áhrif á hormónastarfsemi líkama þíns.

Vinsamlegast deildu þessari frétt áfram ef þér fannst lesturinn gagnlegur svo fleiri konur geti lesið sig til um hormónastarfsemina.  - Gangi þér vel.