FréttanetiðHeilsa

JÁ þetta VIRKAR… svona EYÐIR þú FITUNNI BURT… af MAGANUM… niðurstöðurnar eru SLÁANDI… þessi aðferð VIRKAR

Flestir eru óánægðir með fituvefinn sem safnast fyrir framan á magasvæðinu. Mjög margir reyna allt hvað þeir geta til að finna árangursríkar leiðir til að stemma stigum við fitusöfnuninni. En burtséð frá útlitinu þá eykur fita hættu á ákveðnum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum eða sykursýki og þess vegna hafa vísindamenn reynt að finna leiðir til að draga úr eða útrýma fitusöfnun framan á maganum á auðveldan máta.

Hvít og brún fita
Sennilega vita fáir að það eru tvær tegundir af fitu á umræddu svæði. Svona ef við einföldum þetta. Við skulum nefna fituvefina hvíta fitu og brúna fitu. Það er mjög mikilvægt að þekkja muninn á milli fituvefjannna. Hvítur fituvefur er þunnt lag sem er sýnilegt á mönnum og konum framan á maga en bak við þann vegg er brúna fitan sem er fituvefur sem er einskonar varmaeinangrun sem viðheldur stöðugum líkamshita.

Nýjar rannsóknir sýna fram á að kuldi getur útrýmt fitufrumum. Það hefur komið í ljós að langvarandi áhrif kulda hvetur umbreytingu hvítu fitunnar yfir í brúnan fituvef sem hjálpar til við þyngdartap.

Háskólinn Maastricht University Medical Centre gerði rannsókn sem gekk út á að finna hvort hitastig hefur einhver áhrif á hvítu fituvefina í mannslíkamanum.  Rannsóknin stóð yfir í fjórar vikur þar sem fólk svaf í mismunandi heitum herbergjum og eða með ís upp við líkamann mest klukkutíma í senn. Við kuldann jókst insúlínnæmi og í kjölfar brenndi fólkið fleiri hitaeiningum.

Tim Ferriss höfundur bókarinnar ,,The Four-Hour Body” bendir á að það er auðveldlega hægt að losna við fitu með því að nota ís-aðferðina samhliða heilbrigðu mataræði og hreyfingu. Geimfari frá NASA staðfesti einnig þessa fullyrðingu fyrir ABC: ,,Þegar áhrif hitastigs á geimfara var rannsökuð kom í ljós að efnaskiptin urðu mun hraðari eftir því sem kólnaði og þeir léttust hraðar.”

Í þessu tilfelli losnaði geimfarinn við 90 grömm af brúnum fituvef og 400 – 500 hitaeiningar á dag sem jafngilti einni klukkustunda æfingu sem tók virkilega á hann líkamlega.

Aðferðin kælir húðina og veldur brotthvarfi fitufrumna
Sérfræðingar halda því fram að brúna líkamsfitu má örva með því að nota ís ef honum er haldið upp við líkamann í 30 – 60 mínútur á sérvöldum svæðum líkamans sem ýtir undir hraðara þyngdartap.  Þessi aðferð er vísun á árangur þegar kemur að því að minnka fitusöfnun.  Aðferðin kælir húðina og veldur brotthvarfi fitufrumnanna sem síðan skolast út úr líkamanum eftir að þeir losna.

Aðferð sem hægt er að gera heima: Þú notar klaka sem þú vefur inn í þunnan klút og leggur hann upp við svæðið á líkamanum þar sem fituvefurinn sem þú vilt losa um er staðsettur. Haltu ísnum upp við líkamann í 30-60 mínútur.  Þessa aðferð er best að endurtaka einu sinni á dag í 12 daga. Engu að síður þarftu að vera varkár þegar þú notar klakana. Ef þú finnur fyrir óþægindum skaltu finna þykkri klút utan um klakana.

Ef þú ert með æðasjúkdóma og með lágt blóðflæði eða sykursýki ættir þú að ræða við lækni áður en þú hefur ísmeðferðina.