FréttanetiðFólk

Ef þú ætlar að selja FASTEIGN… þá er ÞETTA málið… þegar kemur að GRUNNTEIKNINGUM – MYNDIR

Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi góðra mynda við markaðssetningu fasteigna en eignir sem eru markaðssettar með góðum og björtum ljósmyndum og skýrum teikningum af eignunum vekja mun meiri áhuga væntanlegra kaupenda en aðrar eignir og eru líklegri til að seljast fyrr.

Fasteignaljósmyndun.is sérhæfir sig bæði í að taka ljósmyndir af fasteignum og einfalda grunnteikningar eins og sjá má hér á samanburðarmyndunum.

Við ræddum við Vigni Má eiganda Fasteignaljosmyndun.is um mikilvægi grunnteikninga þegar fólk ætlar að selja fasteignina sína fljótt og örugglega.

1600px Fasteignaljósmyndun
Með teikningum ásamt góðum myndum er auðvelt fyrir fólk sem skoðar eignina á  fasteignavef eða í kynningarefni að átta sig á herbergjaskipan og skipulagi.

1600px Fasteignaljósmyndun
Oft eru á upprunalegu teikningunum mikið af upplýsingum og þannig  verður  erfitt að átta sig almennilega á skipulagi eignarinnar eins og fyrir/eftir myndin hér fyrir ofan sýnir greinilega.

2D_lomasalir

Hér má sjá dæmi um eign þar sem óuppfylltir sökklar koma fram á upprunalegu teikningunni en í raun er þarna fataherbergi. Einnig er geymsla skráð sem breytt hefur verið í herbergi.

Einnig er oft búið  að breyta skipulagi og eru því upprunalegu teikningarnar ekki að gefa rétta mynd af eigninni.  Fannar Eyjólfsson arkitekt hannar og vinnur teikningarnar.

,,Einfaldaðar grunnteikningar eru góð leið til að kynna skipulag eignarinnar fyrir væntanlegum kaupendum. Teikningarnar má nota bæði til að setja á netið ásamt fasteignamyndunum en einnig í eignamöppur og annað kynningarefni. Kostur teikninganna umfram upprunalegu byggingateikninganna er að mun auðveldara er að lesa í þær og átta sig á skipulaginu. Einnig hafa oft verið gerðar breytingar sem ekki koma fram á upprunalegum teikningum en þær má setja á nýju teikningarnar og gefa þannig réttari mynd af eigninni,” segir Vignir Már eigandi Fasteignaljosmyndun.is.

eldhus_fasteignaljosmyndun
Myndirnar ljúga ekki… ef þú ætlar að selja fasteign þá er þetta skyldulesning.