FréttanetiðOMG

Farðu eftir þessum einföldu leiðbeiningum… og þú færð aldrei aftur LYKKJUFALL á sokkabuxurnar

Það er fátt ömurlegra en að vera að fara út á lífið eða í veislu og sjá lykkjufall á sokkabuxunum. En blaðamennirnir á PureWow eru með skothelt ráð til að tryggja að þú fáir aldrei aftur lykkjufall á sokkabuxurnar.

Þegar þú kaupir nýjar sokkabuxur áttu að bleyta þær með köldu vatni og setja þær í plastpoka. Síðan áttu að setja pokann í frysti yfir nótt, taka sokkabuxurnar út næsta dag og leyfa þeim að þiðna. Samkvæmt vefsíðunni PureWow þarftu aðeins að gera þetta einu sinni en þetta verður til þess að sokkabuxurnar verða sterkari og lykkjuföllin heyra sögunni til.