FréttanetiðFólk

Hann var að FARAST… því hann sat við TÖLVUNA allan daginn… ÞETTA gjörbreytti ÖLLU

Það er vitað mál að við eigum að hugsa betur um hrygginn okkar því hann er undirstaða heilbrigðs líkama.  Frægur japanskur heilsugúru Katsuzo Nishi segir að alltaf sé hægt að finna ástæðu fyrir öllum sjúkdómum í kringum hryggjarsvæðið. Hann mælir með þessari æfingu ef fólk situr við tölvuna mest allan daginn. Ef þú vilt upplifa vellíðan, aukið blóðflæði og liðleika skaltu horfa á myndskeiðið hér fyrir ofan þar sem æfingin ,,Gullfiskurinn” er sýnd.

gullfiskur

Þessi styrktaræfing hefur jákvæð áhrif á almennt ástand þess sem gefur sér tíma til að iðka hana daglega.

gullfiskur1
Hvað er svona sérstakt við Gullfiskinn?
Æfingin kemur reglu á taugarnar í mænunni og útrýmir þrýstingnum. Segja má að æfingin leiðrétti hrygginn sem stjórnar lífeðlisfræðilegri starfsemi allra kerfa og líffæra, styrkir taugakerfið, bætir blóðflæðið til hverrar frumu í líkamanum, leiðréttir líkamsstöðu og síðast en ekki síst eykur blóðflæðið. Þar að auki bætir æfingin virkni í þörmum, lifrinni, nýrum, húð, hjarta og heilanum.

Fyrir hámarks áhrif sem Gullfiskurinn gerir þá ráðleggur Katsuzo fólki að byrja á því að gera æfinguna 1 mínútu í senn bæði kvölds og morgna. Með tímanum er gott að iðka hana mest 3 mínútur í senn. Þú finnur mun eftir nokkra daga iðkun á Gullfiskinum –  og vittu til líkami þinn mun þakka þér. Þú munt elska þessa æfingu.

Gullfiskurinn – aðferð: Leggstu á bakið á sléttu rúmi eða gólfi. Teygðu hendur fyrir ofan höfuð og taktu utan um háls með olnbogana til hliðar þar sem þú styður við hálsinn eins og sjá má í myndskeiðinu.

Fætur eru í beinni línu við skrokkinn; tærnar vísa upp á við og hælar í gólfi.  Hælar hvíla alltaf á gólfinu eða fletinum þar sem þú liggur á meðan á æfingunni stendur.

Áður en þú byrjar æfinguna skaltu teygja úr þér með hendur fyrir ofan höfuð nokkrum sinnum áður en þú byrjar á sjálfri æfingunni.

Þú liggur og byrjar að hrista líkamann eða öllu heldur hreyfa eða hrista allan líkamann.  Sjáðu hvernig konan fer að því í myndbandinu.

Endurtaktu þetta 5-7 sinnum. Þú ert í raun eins og fiskur sem syndir hratt. Ímyndaðu  þér að þú sért fiskur á hraðferð.

Gerðu æfinguna í 1 – 2 mínútur í senn (eða teldu skiptin sem þú hristir líkamann upp í 120 eða 240).

Blóðið í bláæðum eykst vegna þess að vöðvarnir eru að þenja æðarnar út í líkamann og þá sérstaklega í fæturna og aftur upp til hjartans . Blóðflæðið eykst og þú munt svo sannarlega finna það. Fyrst verður þetta óvenjuleg upplifun en þú verður fljót/ur að venjast því og þú munt elska þessa æfingu .

Horfðu á myndskeiðið hér efst í grein til að sjá hvernig á að framkvæma Gullfiskinn. Rússneska konan sem útskýrir æfinguna er 60 ára gömul. Þú þarft ekki að skilja hvað hún segir því eina sem þú þarft að gera er að horfa á og skilja hvernig hún fer að því að gera Gullfiskinn.  Gangi þér vel.