FréttanetiðHeilsa

Fallega bleikur… MEINHOLLUR… og orkuríkur ofurdrykkur – UPPSKRIFT

Þessi geggjaði drykkur á eftir að gera daginn þinn aðeins betri og lífsstílinn þinn hollari.

Bleikur ofurdrykkur

Hráefni:

1/4 bolli haframjöl

3/4 bolli sjóðandi vatn

2 þroskaðir bananar sem búið er að skera í bita og frysta

1 bolli möndlumjólk

1/4 bolli fersk eða frosin brómber

2 msk vel söxuð rauðrófa

1 msk möndlusmjör

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Blandið haframjöli og vatni saman í skál og látið standa í 10 mínútur til að mýkja haframjölið. Sigtið síðan vatni frá mjölinu. Blandið haframjölinu síðan við restina af hráefnunum í blandara í 1 til 2 mínútur.