FréttanetiðMatur & drykkir

Extra stökkar og dásamlegar KARTÖFLUR… það er ekki séns að fá sér bara eina – UPPSKRIFT

Ef ykkur vantar meðlæti með kvöldmatnum þá mælum við með þessum geggjuðu kartöflubátum sem eru extra stökkir og dásamlegir.

Kartöflubátar

Hráefni:

5 bökunarkartöflur, skornar í báta

2 1/2 msk ólífuolía

3/4 tsk hvítlauksduft eða 3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk salt

2 tsk ítalskt krydd

1/2 tsk pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C og setjið álpappír á bökunarplötu með glansandi hliðina upp. Setjið kartöflubátana í stóra skál og bætið olíu, hvítlauk, salti, ítölsku kryddi og pipar saman við. Blandið öllu vel saman. Raðið bátunum á álpappírinn og bakið í 30 mínútur. Stillið síðan á grillstillingu ef þið eruð með hana (250°C) og bakið í 4-5 mínútur til viðbótar eða þar til kartöflurnar eru brúnaðar og stökkar. Kælið bátana í 5 mínútur og berið síðan fram.

IMG_6803-6-3