FréttanetiðHeilsa

Eru hælarnir ÞURRIR og SPRUNGNIR? Prófið þá þetta frábæra HÚSRÁÐ

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að húðin á hælum verður þurr og sprungin, til dæmis ef hugsað er illa um fætur, ef þú stendur of lengi á hörðu yfirborði, ef mataræðið er í ólagi eða einfaldlega öldrun.

Hér er frábær uppskrift að blöndu sem getur lagað þetta vandamál en við mælum með að þið leggið fæturna í blönduna reglulega og munið að næra hælana vel með góðu rakakremi.

Heimagerður hælalögur

Það sem þú þarft:

* Stór glerskál (nógu stór að báðir fætur passi ofan í)

* Mjög heitt vatn

* Hvítt edik

* Þjöl

* 1 msk af ólífuolíu eða kókosolíu

Aðferð:

Fyllið 3/4 af skálinni með mjög heitu vatni. Bætið við 1/4 bolla af edikinu og olíu. Leggið fæturna í bleyti í blöndunni í 10-15 mínútur. Notið síðan þjöl til að þjala hælana mjúklega áður en þið þurrkið þá. Notið þykkt lag af uppáhalds rakaolíunni ykkar eða -kremi þegar þið eruð búin/n að þurrka hælana. Farið síðan í bómullarsokka.