FréttanetiðHeilsa

Ertu alltaf ANDFÚL/L… en borðar aldrei lauk eða hvítlauk? Þá skaltu lesa ÞETTA

Það er ofboðslega hvimleitt að vera alltaf andfúl/l þó maður hugsi vel um tennurnar og borði nánast aldrei matvæli sem valda andfýlu, eins og lauk eða hvítlauk.

Það sem margir gleyma er að ofþornun getur einnig valdið andfýlu. Ástæðan er mjög einföld. Ef þú drekkur ekki nógu mikið af vatni þá framleiðir þú ekki eins mikið munnvatn og vanalega. Munnvatn er náttúruleg leið munnsins til að berjast gegn bakteríum og munnvatnið sjálft er mjög sótthreinsandi fyrir góminn. Þannig að ef að munnurinn framleiðir ekki nóg af munnvatni getur það valdið andfýlu og það mjög slæmri.

Það er einföld lausn við þessu vandamáli hins vegar – drekktu bara meira vatn. Svo skemmir aldrei fyrir að japla á sykurlausu tyggjói.