FréttanetiðHeimili

Ertu að selja FASTEIGN? Lestu þá þessi FJÖGUR RÁÐ… til að auka verðmæti eignarinnar – MYNDIR

Ef þú ert að selja fasteign geturðu gert ýmislegt til að auka verðmæti eignarinnar. Og þetta eru mjög einfaldir hlutir sem þurfa ekki að kosta mikinn pening.

Screen Shot 2016-03-30 at 11.43.54 PM

1. Málaðu

Málaðu eignina í hlutlausum lit, til dæmis drapplituðum eða gráum, og verðið rýkur upp. Eignin verður líka auðseljanlegri fyrir vikið því sterkir litir virka mjög illa á tilvonandi kaupendur.

Screen Shot 2016-03-30 at 11.43.56 PM

2. Settu kósíheit á svið

Fáðu einhvern með þér í lið sem veit eitthvað um innanhúshönnun og raðaðu fallega inn á heimilið áður en myndir eru teknar eða opið hús er haldið til að sýna möguleika eignarinnar og skipulag.

Screen Shot 2016-03-30 at 11.43.59 PM

3. Taktu til

Það er fátt meira fráhrindandi en drasl á fasteignamyndum. Hvað þá þegar fólk kemur að skoða eignina. Taktu því ærlega til – þú þarft hvort sem er að gera það ef þú ert að fara að flytja út.

4. Skiptu um gólfefni

Lestu þér til á netinu, til dæmis á Pinterest, og sjáðu hvaða gólfefni eru í tísku núna. Ný gólfefni auka verðmæti eignarinnar gífurlega.