FréttanetiðHeilsa

Ertu að leita að HOLLU millimáli? Þá þarftu ekki að leita lengra – UPPSKRIFT

Það getur verið erfitt að breyta um lífsstíl eins og margir gera á veturna eftir aðeins of mikið sukk á sumrin. Það erfiðasta er oft að finna millimál sem er hollt en líka einfalt og fljótlegt.

Þessir bananabitar uppfylla allar þessar kröfur og í rauninni verður millimálið ekki einfaldara þó það reyndi.

Bananabitar

Hráefni:

1 banani

3-4 msk lífrænt hnetusmjör

1-2 tsk agave síróp (ef vill)

Aðferð:

Skerið bananann í sneiðar og setjið doppu af hnetusmjöri ofan á sneiðarnar. Ef þið viljið að millimálið sé aðeins sætara er hægt að hella örlítið af agave sírópi ofan á hverja sneið.