FréttanetiðHeilsa

Ertu að drekka nóg af vatni?

Telma Matthíasdóttir einkaþjálfari sem heldur úti vefsvæðinu Fitubrennsla.is er meðvituð um mikilvægi vatnsdrykkju.
myndir

Líkaminn okkar er að minnsta kosti 60% vatn og allt að 85%. Vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni. Án hreins vatns getum við ekki viðhaldið góðri heilsu.

Vatnsþörfin misjöfn
Vatn gegnir hlutverki í næstum allri starfssemi líkamans eins og blóðrás, meltingu, upptöku næringarefna og útskilnaði eiturefna svo eitthvað sé nefnt.

Vatnsþörfin er misjöfn eftir einstaklingum og umhverfisþáttum en fullorðinn meðalþungur einstaklingur þarf um 2 lítra á dag. Mikilvægt er að drekka nóg vatn til að viðhalda góðri heilsu.

Stundar þú líkamsrækt?
Ef við stundum einhverja líkamsrækt og svitnum mikið þá þurfum við að drekka meira vatn. Þá má bæta við ½ – 1 líter á dag. Það segir okkur að manneskja sem stundar líkamsrækt 6 sinnum í viku á að drekka allt upp í 18 lítra af vatni á viku.

Prófa þú að skrifa niður allt það vatn sem þú drekkur á einni viku og sjáðu hvernig staðan þín er. Kannski er vatnsskortur að hamla því að þú náir þínum markmiðum.

Mundu eftir vatninu!
Kær heilsukveðja,
Telma
Fitubrennsla.is