FréttanetiðHeimili

Ertu að brjálast yfir KAFFIBLETTUNUM í kaffikönnunni? Ekki brjálast… því það er svo ofureinfalt að þrífa það – HÚSRÁÐ

Það getur verið erfitt að ná kaffiblettum úr kaffikönnu – sérstaklega ef maður gleymir að hreinsa úr henni um leið og kaffið klárast.

Með þessari aðferð er það hins vegar ekkert mál. Það eina sem þú þarft að gera er að setja 4 teskeiðar salt í kaffikönnuna, einn bolla af ísmolum og eina matskeið af vatni. Hrærið varlega í þessari blöndu og skolið svo. Þá ætti kaffikannan að vera tandurhrein.

ice-pot

Ef hún verður hins vegar ekki alveg hrein út af mörgum blettum ættiðu að prófa að setja smá sítrónusafa líka saman við og hræra. Þú gætir þurft að endurtaka þetta nokkrum sinnum en þetta virkar á endanum!

Lykilatriði hér er að nota ekki hreinsiefni og að nota ekki heitt vatn því þá getur kaffikannan brotnað.

clean-pot