FréttanetiðFréttir

Ert þú ELSTA systirin í hópnum? Þá ert þú líklegri til að verða OF FEIT… en yngri systur þínar

Ný rannsókn sem birt er í British Medical Journal sýnir fram á að elstu systurnar í systrahópi eru líklegri til að verða of feitar en yngri systur sínar. Í rannsókninni var kafað í sjúkraskýrslur í Svíþjóð og skýrslur rúmlega 26 þúsund sænskra kvenna og systra þeirra skoðaðar.

Eftir að gögnin höfðu verið skoðuð kom í ljós að eldri systur voru yfirleitt léttari við fæðingu en yngri systur sínar en hins vegar voru þær 29 prósent líklegri til að vera of feitar og 40 líklegri til að verða hættulega of feitar en yngri systur sínar þegar þær gengu með sitt fyrsta barn.

Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að elstu systkinin séu líklegri til að verða of feit. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar á karlmönnum í Svíþjóð og Nýja-Sjálandi sem gáfu sömu niðurstöður. Þá hafa rannsóknir á Indlandi, Ítalíu og Póllandi sýnt að það spili veigamikinn þátt í holdafari kvenna hvar í röðinni þær eru í systkinahópi.