FréttanetiðFólk

Er ÞYNNKAN að fara með þig? Hér eru SJÖ RÁÐ sem gætu hjálpa þér í baráttunni

Timburmenn eru aldrei skemmtilegir en hér eru sjö ráð sem gætu kannski hjálpað þér í baráttunni við þynnkuna. Við tökum samt enga ábyrgð á því að þau virki enda er besta ráðið bara einfaldlega að sleppa því að drekka áfengi.

1. Sítróna undir handarkrikann

Ef þú þjáist af timburmönnum núna er of seint að grípa til þessa ráðs en ef þú ætlar á nýársfagnað í kvöld geturðu nýtt þér það. Í Puerto Ríkó er því haldið fram að ef þú nuddar sítrónu undir handarkrikann á hendinni sem þú drekkur með þá losnir þú við þynnku því sítrónan hindri að þú svitnir.

2. Súrsað nautstyppi

Ítalir segja að þú losnir við þynnku ef þú smjattar á súrsuðu nautstyppi.

3. Franskar

Kanadamenn elska að gúffa í sig frönskum eftir partístand og segja að þær séu allra meina bót.

4. Hreyfing

Ef þú hefur geð á því að fara í ræktina eða bara í langan göngutúr þá getur það hjálpað. Við hreyfingu losar þú um endorfín sem hjálpar til við að vega á móti áhrifum áfengis.

5. Hrá egg

Bandaríkjamenn trúa því statt og stöðugt að töfradrykkurinn The Prairie Oyster lækni timburmenn. Drykkurinn inniheldur Worcestershire-sósu, hot-sósu, tómatsósu, salt, pipar og hrátt egg. Þorirðu að prófa?

6. Grafðu þig í sand

Þetta gæti reynst okkur Íslendingum erfitt á þessum árstíma en í Írlandi grefur fólk sig í kaldan sand til að losna við þynnku.

7. Fiskiafgangar

Í Perú er búinn til réttur úr súraldinsafa, sítrónusafa, hvítlauk, engiferi, fiskisoði og fiskiafgöngum sem á að hjálpa líkamanum að losna við áfengi hraðar.