FréttanetiðHeimili

Er þetta ekki FULLMIKIÐ? Hún skiptir á rúmunum… ANNAN HVERN DAG

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian er með hreinlæti á heilanum en sumum finnst hún ganga fulllangt í hreingerningum.

“Þið vitið að ég er brjáluð þegar kemur að því að hafa hreint heima hjá mér en ég hélt alltaf að það væru allir jafn miklir snyrtipinnar og ég!” skrifar hún á vefsíðu sinni.

Hún segist hafa leitað að því á internetinu hvað maður ætti að skipta oft á rúmunum og komist að því að hún væri kannski haldin mikilli hreingerningaráráttu. Mælt er með því að skipta á rúmunum einu sinni í viku en Khloé gerir það annan hvern dag.

“Auðvitað geri ég þetta ekki þegar ég er ekki heima en rúmfötin fara allavega í þvott alltaf eftir að ég er búin í brúnkuspreyi,” skrifar hún.

Hún heldur líka ekki lengi í sama koddann.

“Ég fæ mér nýjan kodda á hálfs árs fresti og fer með sængina mína í hreinsun einu sinni á ári. Ég sá svolítið brjálað hjá Opruh fyrir fimmtán árum um hvernig bakteríur og rykmaurar búa um sig í koddum þannig að ég brjálast ef ég skipti þeim ekki út.”