FréttanetiðFólk

HÉR sérðu SVART á HVÍTU… hvort HANN er sá EINI rétti fyrir ÞIG

Eiga einhver af þessum átján atriðum við um þín samskipti við ástina þína? Við ætlum rétt að vona það.

1. Hann montar sig alltaf af þér.  
Ef þú færð stöðuhækkun eða bara vinnur miða á tónleika getur hann ekki stillt sig um að segja það öllum sem þið hittið jafnvel áður en þér dettur það til hugar. Því hann er aðdáandi þinn númer eitt (má þó deila um hvort mamma sé meiri aðdáandi).

2. Hann færir fórnir fyrir þig  - og þú færir með glöðu geði einnig fórnir fyrir hann. Hann mun flytja landshorna- og heimshorna á milli til að fylgja þér ef þú færð nýja vinnu eða kemst inn í frægan háskóla. Þú munt með glöðu geði flytja með honum þegar honum hlotnast síðan happ í hendi.

3. Hann hefur sömu lífsgildi og þú. Þú veist að þið elskið bæði börn og viljið eignast þau og deila með ykkur uppeldinu á sanngjarnan máta. Eða kannski viljið þið bæði börn og þú veist að hann ætlar að taka sér margra mánaða auka fæðingarorlof. Kannski eruð þið búin að plana að hvort ykkar fáið 45 mínútna tíma fyrir ykkur sjálf á dag þegar barnið er fætt eða þið ákveðið að kaupa eða leigja saman fasteign.   Þú veist að þið eruð samstíga með ýmislegt, því þið hafið gefið ykkur tíma til að ræða hlutina, spá og spekúlera.

4.  Jafnvel eftir nokkurra ára sambandi vill hann ennþá keppast uum að gera falleg smáatriði til að gleðja þig. Hann opnar fyrir þig dyrnar á bílnum, ber fyrir þig innkaupapokana, kemur með bílinn til þín, svo þú þurfir ekki að ganga langar leiðir á hælunum þegar þið komið úr veislunni.

5. Hann reynir ekki að breyta þér án þess að brjóta þig niður með neikvæðri gagnrýni. Hann veit að þú ert meiri eins og hann. Eins og að þú verður að hafa kisu litlu hjá þér, eldar ekki endilega alltaf góðan mat en  allt þetta skiptir engu máli í hans huga.

6. Þegar þú hugsar um að giftast þá er aðalatriðið ekki brúðkaupsveislan heldur árin sem þið munuð eiga saman. Vissulega er brúðkaupið skemmtilegur hápunktur en þú verður líka að hugsa um tímann sem þið eigið svo tvö ein eins og í tveggja vikna brúðkaupsferðinni.

7. Sambandið þolir aðskilnað. Ef sambandið hefur þolað aðskilnað í einhvern tíma vegna fjarlægrar búsetu eða ferðalaga – sem var eflaust erfiður og pínu brothættur tími, en þið komust í gegnum hann með sameiginlegt markmið í huga. Þá ætti ekkert að koma í veg fyrri að þið búið saman en sem tveir sjálfstæðir einstaklingar.

8. ,,Ég sakna þín” er ekki bara kastað fram í væmni. Það er raunverulegur söknuður. Jafnvel þó það sé ekki langt síðan þið sáuð hvert annað segjum tveir tímar.

9. Herbergisfélagar en líka elskhugar. Þú vilt kannski hafa þitt eigið rými fyrir þig en vilt samt  búa með honum. Þig hlakkar til þegar dagurinn er að enda kominn ekki bara af því þú hefur lokið dagsverkinu heldur líka af því að þið verðið aftur saman.

10.  Treystir honum fyrir öllu. Þú getur farið með allt til hans og deilt gleði og sorgum þegar eitthvað kemur upp hvort sem það varðar vinnuna, vinina, fjölskyldu eða hvað sem er – áður sagðirðu foreldrum þínum og vinum frá þessum atvikum sem henda í lífinu, en núna hringirðu bara ekki eins oft í þau. Þeim er alveg sama því þau sjá hvað þú ert hamingjusöm.

11. Þér líður vel að plana með honum hálft ár fram í tímann ár eða lengra. Það hvarflar ekki að þér að þú þurfir að afbóka flugferðir eða afþakka aukamiðann á árshátíðina. Þú ert örugg með sambandið þitt.

12. Þú getur grátið fyrir framan hann án þess að líða kjánalega. Hann sér strax muninn á því þegar eitthvað er að og ástæða til að hafa áhyggjur og þegar þú ert bara að skæla yfir sorglegri bíómynd.

13. Fullkomlega sátt við hann. Þegar vinir þínir kvarta yfir hinum helmingnum sínum eða gæjanum eða dömunni sem þau fóru út með setur þögn að þér því þú hefur ekkert til málanna að leggja. Þú vilt ekkert vera að monta þig en þú þarft ekki að tala um slæma reynslu þína af því hinn helmingurinn þinn er bara yndislegur við þig.

14. Í fyrsta sæti. Hann er orðinn náinn fjölskyldu þinni og er búinn að tryggja að þú hafir kynnst sinni fjölskyldu. Hann hringir jafnvel í pabba þinn eða frænku ef þarf og þú ferð í barnaafmæli systur hans jafnvel þó hann komist ekki sjálfur.

15. Honum er annt um vini þína. Ef vinkona eðavinur á erfiðan dag leggur hann til að þú kíkir á viðkomandi eða bjóðir honum eða henni í mat með ykkur. Ef hann hefur ekki heyrt þig tala um tiltekinn vin eða vinkonu í einhvern tíma spyr hann hvernig aðilinn hafi það.

16. Hann leyfir þér að losa. Stundum ef eitthvað fer í taugarnar á þér þarftu bara að blása og fara yfir sama hlutinn aftur og aftur. Það truflar hann ekki og þú þarft ekki að afsaka þig. Eina sem truflar hann er hversu mikilli geðshræringu þú ert í hann vildi óska að þú værir það ekki.

17. Hann segir þér upp úr þurru hversu flott þú ert. Og það á deginum sem þú gleymdir að blása hárið, eða klína öllum farðanum á þig eða ert jafnvel ennþá bara í bol og gallabuxum.

18. Þið getið varið löngum stundum saman. Eins og á ferðalögum án þess að þurfa stöðugt að naga í hvert annað eða stofna til stórra eða smárra rifrilda. Við höfum öll séð eða lent í því að vera sjálf leiðinlega parið, sem rífst yfir hvaða sjoppu það eigi að kaupa ser samloku í á flugvellinum sem verður til þess að annar aðilinn er í fýlu það sem eftir er ferðarinnar. Hægt er að njóta lífsins mun betur og læra gildi fyrirgefningarinnar frekar en lenda í stöðugum árekstrum.