FréttanetiðMatur & drykkir

Er kósí kvöld í kvöld? Prófið þetta ÓVENJULEGA… en þrusugóða popp – UPPSKRIFT

Ertu komin/n með leið á sama, gamla, saltaða poppinu á kósí kvöldum? Prófaðu þá þetta popp – það er rosalega óvenjulegt en eiginlega ávanabindandi, svo gott er það!

Kanilpopp

Hráefni:

1 poki örbylgjupopp eða sirka ein meðalstór skál af poppi

5 msk smjör

1 tsk vanilludropar

2 msk sykur

1 1/2 tsk kanill

Aðferð:

Poppið popp í potti eða örbylgjuofni. Setjið í skál og leyfið því að kólna aðeins. Bræðið smjör í litlum potti og takið pottinn af hellunni þegar smjörið byrjar að freyða. Blandið vanilludropunum saman við smjörið og leyfið þessu að kólna aðeins. Blandið saman sykri og kanil í annarri skál. Hellið smjörblöndunni yfir poppið og hrærið til að þekja allt poppið. Stráið síðan kanilsykrinum yfir smátt og smátt og hrærið vel.