FréttanetiðHeilsa

Er kominn tími til að rífa sig upp úr sófanum?

Hvernig hugsar þú um sjálfan þig, hefur þú það sjálfstraust, sem þarf til að takast á við lífsins áskoranir og þær breytingar sem eru í umhverfi þínu?

Ekki láta neikvæðar hugsanir koma í veg fyrir það að þú náir árangri. Til að ná árangri þarftu að trúa á sjálfa/n þig, treysta á þig, vera ákveðin/n, þekkja þínar þarfir og kunna að læra af eigin mistökum. Það hvernig þú hugsar um sjálfan þig hefur áhrif á líðan þína og hegðun.

Er kominn tími til að rífa sig upp úr sófanum?
Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það, Líf þitt er stjórnað af þér og engum öðrum.

Finnst þér þú alltaf vera að gera mistök? Mistök hjálpa okkur við að ná árangri. Mistök eru líka merki um framkvæmdir. Ef þú gerir aldrei mistök eru það merki um að þú gerir aldrei neitt.  Ein slæm máltíð, ein slæm nótt, einn slæmur dagur eða jafnvel ein slæm vika. Þú skalt aldrei brjóta þig niður og aldrei gefast upp. Við þurfum öll að takast á við ýmis verkefni í lífinu og þau eru öll mis erfið.

Ert þú að stunda reglubundna hreyfingu? Lofaðu sjálfum þér að lifa heilbrigðu lífi á hverjum degi. Reglubundin hreyfing hressir þig andlega og líkamlega.

Ert þú að innbyrða næringaríkan mat á hverjum degi? Daglega ert þú sennilega að innbyrða fullt af eiturefnum sem þú veist ekki um. Að breyta mataræðinu getur reynst erfitt. Þú verður að breyta hugsunarhættinum algjörlega, Hættu að leita af skyndilausnum, hættu að lifa í von um að ein töfratafla gefi þér draumalíkamann.

Veistu hver þín persónulegu markmið eru? Við verðum að setja okkur einhver markmið til að ná þeim. Rannsóknir sýna að þeir sem ná miklum árangri í lífinu vita á hvaða mark þeir miða og hvað þeim finnst mikilvægt. Til að ná markmiðunum okkar þurfum við svo að búa yfir þrautseigju, viljastyrk og sjálfsaga. Við megum ekki gefast upp þótt á móti blási.

Skrifaðu niður þitt markmið núna!
Reyndu alla daga, alltaf að vera betri manneskja, að vera þú í núinu! Heilsan þín ætti að vera þér dýrmæt.

Lifðu í jafnvægi
Telma – Fitubrennsla.is