FréttanetiðMatur & drykkir

Enginn viðbættur SYKUR… og engin EGG… þessar eru snilld – UPPSKRIFT

Við elskum þessar múffur – sérstaklega út af því að við fáum ekkert svakalega mikið samviskubit yfir því að narta í þær á milli mála. Algjört lostæti!

Súkkulaðimúffur

Hráefni:

1 bolli + 2 msk heilhveiti

1/4 bolli kakó

1/4 tsk salt

1 1/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 bolli olía

1/3 bolli grísk jógúrt

1 tsk vanilludropar

3 þroskaðir bananar, maukaðir

1/3 bolli kókossykur

1/2 bolli dökkir súkkulaðibitar + meira til að skreyta með

Whole-Wheat-Chocolate-Banana-Muffins

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og takið til 12 möffinsform. Blandið heilhveiti, kakói, salti, lyftidufti og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar. Blandið olíu, vanilludropum og kókossykri vel saman í annarri skál. Bætið bönunum og jógúrti saman við og blandið vel. Blandið þurrefnum saman við olíublönduna en passið að blanda bara rétt þar til allt er blandað saman. Bætið súkkulaðibitum saman við og hrærið. Deilið deiginu á milli möffinsforma og stráið nokkrum súkkulaðibitum ofan á hverja múffu (þessu má sleppa). Bakið í 5 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 170°C og bakið í 12-13 mínútur til viðbótar.