FréttanetiðHeilsa

Engin manneskja þarf á mjólk að halda

Það ganga margir með þá grillu í höfðinu að við getum ekki lifað án mjólkur vegna hundruði milljóna sem mjólkurframleiðendur hafa sett í auglýsingaiðnaðinn til að sannfæra okkur um það.   Undanfarin ár og misseri hefur því verið haldið fram að kúamjólk og afurðir hennar séu nauðsynlegur þáttur í heilsusamlegu fæðuplani okkar. Mjólk og mjólkurafurðir eins og ostur, jógúrt, ís, skyr, kotasæla og smjör hafa verið kynntar eingöngu í Bandaríkjunum fyrir meira en 165 milljón dollara á ári. Þessi upphæð hefur ekki bara verið nýtt í auglýsingar heldur skylda stjórnsýslulög í Bandaríkjunum allar skólastofnanir til að bjóða nemendum sínum mjólk með máltíðum eða missa fjármagn sitt frá ríkinu.

Þeim sem settu þessi lög hefur yfirsést að 90% afrísk-amerískra barna, 70% asískra barna og 15% barna með hvítan kynstofn geta ekki melt sykrurnar (laktósann) í mjólkinni. Þrátt fyrir þetta og aðrar umdeildar skoðanir og uppgötvanir sem varða heilsufar í tengslum við mjólkurneyslu hefur neysla mjólkur og mjólkurvara aukist jafnt og þétt síðan árið 1980.

Helmingur af allri neyslu mjólkurvara er neysla á osti, mikið þéttri vöru, sem samanstendur fyrst og fremst af mettuðum fitum og salti. Mannfólk eru einu skepnurnar á jörðinni, sem neyta mjólkur annarra dýrategunda. Þetta sem hefur reynst vera hollusta er nú í raun efað. Vísindalegar sannanir gefa nú til kynna að afleiðingarnar geti verið afar slæmar. Svo virðist sem enginn annar þáttur í nútíma fæðuplani sé orsakavaldur að meiri sársauka og vanlíðan, eins og ótímabærum dauðsföllum og ýmisskonar getuleysi, en mjólkurvörur.

Sláandi vísindalegar sannanir gefa niðurstöður um að neysla mjólkurvara sé nátengd eftirfarandi einkennum:

1. Kemur af stað sykursýki hjá börnum.
2. Hægðatregða.
3. Sýkingar í eyrum.
4. Sýkingar í ennis- og kinnholum.
5. Húðvandamál eins og upphleypt húð, húðbólga, exem, kláði og unglingabólur.
6. Astmi.
7. Meltingartruflanir.
8. Liðagigt og verkir í liðum.
9. Krabbamein (sérstaklega í blóði og eitlum).
10. Ofát (óseðjandi svengdartilfinning).

Vandamálin við mjólkina eru ýmis konar:

1. Mjólkurprótín
Allar mjólkurvörur, sér í lagi þær sem eru léttar eða eiga að vera hitaeiningasnauðar innihalda mikið af mjólkurprótínum. Mjólkurprótín eru þekkt fyrir að vera völd að og stofna til sjúkdómanna sem nefndir eru hér að ofan.

2. Bakteríumengun
Mjólkurvörur eru þær framleiðsluvörur sem yfirvöld þurfa oftast að innkalla vegna þess að í þeim geta leynst, eða fjölgað sér hættulegar bakteríur og bakteríuklasar svo sem salmónella, stafílókokkar, listería, Ecoli01573 og Mycobacterium paratuberculosis. Gerilsneyðing drepur flesta hættulega gerla sem fyrirfinnast í mjólkinni en einmitt í því ferli geta komið fram veiru-stofnar sem geta verið hættulegir heilsunni.

3. Lífræn sampressuð eiturefni
Allar dýraafurðir, þar á meðal mjólkurafurðir, halda í sér uppsöfnuðum lífrænum eiturefnum svo sem skordýraeitur og önnur umhverfisefni sem eru eitruð. Uppsafnað magn eiturefna getur því orðið umtalsvert í kjöti, mjólk eða öðrum dýraafurðum.

4. Hormón
Til að fá sem mesta mjólkurframleiðslu frá kúnum eru þær stundum sprautaðar með vaxtarhormónum. Þetta hormón veldur mikilli aukningu á mjólkurframleiðslu dýranna en eykur líka á þátt sem hvetur til auknar insúlín-framleiðslu og sýnt hefur verið fram á að eykur vöxt krabbameinsfruma.

5. Fúkkalyf
Mjólkurkýr fá mikið magn fúkkalyfja en þetta gæti einmitt verið ástæða þess að sífellt fleiri gerlategundir sem valda sýkingum eru ónæmar fyrir lyfjagjöfum.

6. Maga-leki
Prótínin úr mjólkurvörum virðast vera sérstaklega hæf í því að koma af stað óeðlilega miklum ónæmisviðbrögðum þegar þau eru tekin upp í gegnum slímhúð þarmanna en þetta er kallað ,,maga-leki”. Í viðkvæmum sjúklingum veldur þetta ýmiss konar bólgumyndun sem tengist þróun sjúkdómanna sem nefndir eru í listanum hér að ofan.

7. Umhverfisþáttur
Í ferlinu við það að ala kúfénað til framleiðslu á mjólkurafurðum og kjöti fer mikið vatnsmagn og það leiðir til mengunar bæði á vatni og loftgæðum. Fæða sem byggir á mjólkur og kjötafurðum gerir miklar kröfur til umhverfisins.

8. Siðferðilegi þátturinn
Sumt fólk trúir því að það að innibyrða og neyta skepna með meðvitund eða sál, sé óásættanlegt og óviðeigandi og gera það ekki af siðferðilegum ástæðum.

Heimild: http://nutritionstudies.org
Þýðandi  –  EH Frettanetid