FréttanetiðMatur & drykkir

Enginn SYKUR… og engar MJÓLKURAFURÐIR… þessi búðingur er ómótstæðilegur – UPPSKRIFT

Við elskum þennan einfalda búðing sem er yndislega djúsí þó hann innihaldi engan sykur og engar mjólkurafurðir. Þið verðið að prófa!

Banana- og súkkulaðibúðingur

Hráefni: 

300 ml möndlumjólk

2 þroskaðir bananar

50 g dökkt lífrænt súkkulaði plús meira til að skreyta

60 g chia fræ

Aðferð:

Setjið súkkulaðið og helminginn af mjólkinni í skál og bræðið í 10 sekúndur í örbylgjuofni. Hrærið og endurtakið eins oft og þarf þar til allt súkkulaðið er bráðnað. Bætið bönunum og restinni af mjólkinni saman við og skellið öllu í matvinnsluvél og blandið vel saman. Blandið chia fræjunum vel saman við og skellið í glös eða skálar. Kælið í að minnsta kosti eina klukkustund en helst yfir nótt. Rífið dökkt súkkulaði til að skreyta búðinginn með og njótið.