FréttanetiðMatur & drykkir

Engin egg… en fullt af SÚKKULAÐI… þessi kaka tekur aðeins NOKKRAR MÍNÚTUR – UPPSKRIFT

Það eru engin egg í þessari köku en hins vegar fullt af súkkulaði. Kosturinn við hana er að það er hægt að baka hana í örbylgjuofni á örskotstundu.  Fullkomin fyrir helgina framundan.

Heit súkkulaðikaka (fyrir 1)

Hráefni:

1/4 bolli hveiti

1/4 bolli flórsykur

1-2 msk kakó

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk matarsódi

smá salt 

1 tsk vanilludropar

1-2 msk olía/smjör

1/4 bolli mjólk

1-2 msk hnetusmjör

1-2 stórir bitar af súkkulaði

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið mjólkinni smám saman við og blandið vel saman. Bætið olíu og vanilludropum saman við og þá á deigið að vera mjög blautt. Ef það er það ekki er hægt að bæta smá meiri mjólk við. Smyrjið lítið form sem þolir örbylgjuofn og hellið deiginu í það. Setjið hnetusmjörið og súkkulaðið í miðjuna og bakið í örbylgjuofni á hæsta styrk í 1 1/2 til 2 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í 2 mínútur áður en þið berið hana fram.

Eggless-Molten-Lava-Cake-M