FréttanetiðHeilsa

Töfra TE… sem hefur BÓLGUEYÐANDI áhrif… stútfullt af vítamínum og steinefnum – UPPSKRIFT

Engifer er eitt af töfra-afurðum náttúrunnar sem hefur bólgueyðandi áhrif á líkamsstarfsemina. Engiferið er fært um að drepa sýkla og veirur.

Engiferið er eitt öflugasta hráefni sem þú getur notað sem viðbót við matseldina.   Það er líka ríkt af C vítamíni, magnesíum og öðrum steinefnum sem efla svo sannarlega heilsuna.

Heilsufarsvandamál eins og nýrnasteinar, astmi, hjarta- og æðasjúkdómar og jafnvel krabbamein eru því miður algeng og þar kemur engiferrótin sterk inn til lækninga. Engiferið hreinsar lifrarstarfsemina og bætir meltingu svo fátt eitt sé nefnt.

Hér er einstaklega góð te-uppskrift sem við viljum benda þér á en þetta te eflir ónæmiskerfið því það er ríkt af andoxunarefnum og bætir blóðrásina.  Þá dregur engiferið úr hættu á heilablóðfalli.

Engifer-te
¼ teskeið engifer
¼ túrmerik
1 bolli af heitu vatni

1 tsk lífrænt hunang (má sleppa)
örlitla kókosmjólk (má sleppa)

Undirbúningur: Hitaðu vatnið, bættu við niðurskornu túrmerik og engiferi út í og láttu það síðan malla í vatninu að minnsta kosti í 10 mínútur. Bættu mjólkinni næst við í bollann. Síðan bætir þú við hunangi eða öðrum bragðefnum (steviu jafnvel) eftir smekk.